Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Haraldur Guðmundsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Vísir/GVA Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira