Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Haraldur Guðmundsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Vísir/GVA Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira