Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Haraldur Guðmundsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Vísir/GVA Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira