Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari.
Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót.
Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“.
Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.
Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum.
Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Jordan Spieth í yfirburðastöðu í Flórída

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn