Sunna Víðisdóttir úr GR vann í kvennaflokki á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi, en það er þriðja mótið á Eimskipsmótaröðinni þetta sumarið.
Sunna hafði betur gegn SignýjuArnórsdóttur úr GK, ríkjandi stigameistara, í bráðabana en þær fóru báðar hringina þrjá á níu höggum yfir pari.
Þær fengu báðar skolla á fyrstu holu í bráðabananum en á annarri holu fékk Sunna par á meðan Signý fékk skolla.
Sunna Víðisdóttir, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, er búin að vinna tvö af fyrstu þremur mótum sumarsins.
Berglind Björnsdóttir úr GR hafði í þriðja sæti en næsta mót á Eimskipsmótaröðinni er Íslandsmótið í holukeppni.
Sunna vann eftir bráðabana

Tengdar fréttir

Birgir Leifur mætti í fyrsta sinn í sumar og vann
Vann símamótið í Borgarnesi eftir skrautlegan lokahring.