Verktökulæknar sem fara út á land fá um 900 þúsund á viku Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. október 2014 08:00 Ráðamenn segja nauðsynlegt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að fá verktökulækna til starfa. Án þeirra væri læknaskortur á landsbyggðinni. Mynd/Getty Verktökulæknar sem fara út á land í afleysingar á heilsugæslustöðvum fá um 900 þúsund krónur í laun á viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Víða á landsbyggðinni eru heilsugæslustöðvar mannaðar með því að fá lækna til starfa í verktöku. Til að fylla allar fastar stöður heimilislækna úti á landi með fastráðnum læknum vantar um 40 lækna. Ýmsir fastráðnir sérgreinalæknar og heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu fara til starfa úti á landi í skamman tíma. Það gera þeir í sumarleyfum, í vaktafríum eða þegar þeir hafa safnað upp frítökurétti. Menn geta því drýgt föstu launin sín með því að fara út á land. Menn vilja ekki ræða opinskátt um hvað læknar fá í laun, en læknir sem hefur tekið að sér að skipuleggja slíka þjónustu fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni segir að verktökulaunin geti verið 900 þúsund krónur á viku. Þá er miðað við að læknirinn sé á sólarhringsvöktum alla vikuna og sjái sjálfur um að greiða skatta og önnur gjöld af launum sínum.Kristján Þór Júlíusson.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að launatölur upp á 900 þúsund á viku hljómi nokkuð háar við fyrstu sýn. „Það verður þó að hafa í huga að inni í þessari tölu, eftir því sem ég best veit, er gert ráð fyrir launatengdum gjöldum, lífeyrisskuldbindingum, sumar- og námsleyfum auk þess sem viðkomandi hefur ekki rétt á launuðu veikindaleyfi. „Ég tel að við núverandi aðstæður sé þetta úrræði nauðsynlegt. Það er betra að hafa lækni á staðnum en hafa engan lækni,“ segir ráðherra og bætir við að þeir sem stjórni heilsugæslunni telji þetta ódýrara en að hafa fastráðna lækna á staðnum og hafi fært fyrir því ágætis rök. „Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við viljum að sjálfsögðu hafa fastráðna heimilislækna úti á landi,“ segir Kristján. „Við höfum mannað norðanvert Snæfellsnesið með verktökulæknum. Þessir staðir eru mannaðir með læknum sem eru í fullu starfi annars staðar en nota frítökuréttinn sinn til að koma til starfa hjá okkur,“ segir Þórir Bergmundsson, yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann segir launakjör verktökulæknanna trúnaðarmál en það sé hagkvæmt að fá þá til starfa. Það sé enginn halli á rekstrinum þar sem verktökulæknar séu við störf, þar sé reksturinn í jafnvægi. „Ef við berum þetta saman við að hafa fastráðna lækna þá er þetta mjög hagkvæmt fyrir stofnunina. Við sleppum við að greiða launatengd gjöld, veikindarétt, námsfrí og annað sem læknar eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum,“ segir Þórir. Hann segir þó að þetta sé ekki sú staða sem menn kjósi. „Okkur vantar heimilislækninn sem viðhefur hin gömlu og góðu gildi. Hann þekkir sjúklingana og fjölskyldur þeirra og hefur því mikla yfirsýn yfir sjúkrasögu þeirra,“ segir Þórir. Á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa menn fjögurra ára reynslu af því að manna lausar stöður heimilislækna með verktökulæknum. Valbjörn Steingrímsson, forstöðumaður tekur undir með Þóri að það sé hagkvæmt að manna með verktakalæknum. Það kosti minna en vera með fastráðna lækna. „Þetta kerfi hefur reynst afar vel hér. Þetta eru frábærir læknar sem koma til okkar og manna þær stöður sem eru lausar. Á meðan verktökulæknarnir koma hingað þá er ekki hægt að tala um læknaskort hér,“ segir Valbjörn og bætir við hann telji að fólk fái að mörgu leiti betri þjónustu með þessu kerfi. „Hér kemur hjartalæknir, lungnalæknir, innkirtlafræðingur og fleiri sérgreinalæknar. Það kemur fjölbreyttur hópur lækna með mismunandi reynslu. Að fá svo fjölbreyttan hóp lækna er gott fyrir það fólk sem við þjónum hér í Húnavatnssýslum,“ segir Valbjörn. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Verktökulæknar sem fara út á land í afleysingar á heilsugæslustöðvum fá um 900 þúsund krónur í laun á viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Víða á landsbyggðinni eru heilsugæslustöðvar mannaðar með því að fá lækna til starfa í verktöku. Til að fylla allar fastar stöður heimilislækna úti á landi með fastráðnum læknum vantar um 40 lækna. Ýmsir fastráðnir sérgreinalæknar og heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu fara til starfa úti á landi í skamman tíma. Það gera þeir í sumarleyfum, í vaktafríum eða þegar þeir hafa safnað upp frítökurétti. Menn geta því drýgt föstu launin sín með því að fara út á land. Menn vilja ekki ræða opinskátt um hvað læknar fá í laun, en læknir sem hefur tekið að sér að skipuleggja slíka þjónustu fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni segir að verktökulaunin geti verið 900 þúsund krónur á viku. Þá er miðað við að læknirinn sé á sólarhringsvöktum alla vikuna og sjái sjálfur um að greiða skatta og önnur gjöld af launum sínum.Kristján Þór Júlíusson.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að launatölur upp á 900 þúsund á viku hljómi nokkuð háar við fyrstu sýn. „Það verður þó að hafa í huga að inni í þessari tölu, eftir því sem ég best veit, er gert ráð fyrir launatengdum gjöldum, lífeyrisskuldbindingum, sumar- og námsleyfum auk þess sem viðkomandi hefur ekki rétt á launuðu veikindaleyfi. „Ég tel að við núverandi aðstæður sé þetta úrræði nauðsynlegt. Það er betra að hafa lækni á staðnum en hafa engan lækni,“ segir ráðherra og bætir við að þeir sem stjórni heilsugæslunni telji þetta ódýrara en að hafa fastráðna lækna á staðnum og hafi fært fyrir því ágætis rök. „Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við viljum að sjálfsögðu hafa fastráðna heimilislækna úti á landi,“ segir Kristján. „Við höfum mannað norðanvert Snæfellsnesið með verktökulæknum. Þessir staðir eru mannaðir með læknum sem eru í fullu starfi annars staðar en nota frítökuréttinn sinn til að koma til starfa hjá okkur,“ segir Þórir Bergmundsson, yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann segir launakjör verktökulæknanna trúnaðarmál en það sé hagkvæmt að fá þá til starfa. Það sé enginn halli á rekstrinum þar sem verktökulæknar séu við störf, þar sé reksturinn í jafnvægi. „Ef við berum þetta saman við að hafa fastráðna lækna þá er þetta mjög hagkvæmt fyrir stofnunina. Við sleppum við að greiða launatengd gjöld, veikindarétt, námsfrí og annað sem læknar eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum,“ segir Þórir. Hann segir þó að þetta sé ekki sú staða sem menn kjósi. „Okkur vantar heimilislækninn sem viðhefur hin gömlu og góðu gildi. Hann þekkir sjúklingana og fjölskyldur þeirra og hefur því mikla yfirsýn yfir sjúkrasögu þeirra,“ segir Þórir. Á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa menn fjögurra ára reynslu af því að manna lausar stöður heimilislækna með verktökulæknum. Valbjörn Steingrímsson, forstöðumaður tekur undir með Þóri að það sé hagkvæmt að manna með verktakalæknum. Það kosti minna en vera með fastráðna lækna. „Þetta kerfi hefur reynst afar vel hér. Þetta eru frábærir læknar sem koma til okkar og manna þær stöður sem eru lausar. Á meðan verktökulæknarnir koma hingað þá er ekki hægt að tala um læknaskort hér,“ segir Valbjörn og bætir við hann telji að fólk fái að mörgu leiti betri þjónustu með þessu kerfi. „Hér kemur hjartalæknir, lungnalæknir, innkirtlafræðingur og fleiri sérgreinalæknar. Það kemur fjölbreyttur hópur lækna með mismunandi reynslu. Að fá svo fjölbreyttan hóp lækna er gott fyrir það fólk sem við þjónum hér í Húnavatnssýslum,“ segir Valbjörn.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira