Taktu þér pláss! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade!
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun