Taktu þér pláss! Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla hvatningu og stuðning í uppvexti mínum fékk ég ósjaldan þau skilaboð frá mínu nærumhverfi að hafa aldrei hátt um eigið ágæti og að hógværð væri mesta dyggðin. Þegar ég asnaðist til að taka að mér leiðtogahlutverk í leik eða námi fékk ég yfirleitt þau skilaboð frá umhverfinu að ég væri frek. Ég lagði mig fram í skólanum en lærði fljótt að hafa aldrei hátt um það þegar vel gekk og passaði að bæla niður „frekjuna“ í mér. Ég vann samviskusamlega þau störf sem mér buðust en fékk hjartsláttartruflanir þegar kom að launaviðtölum. Ég hélt að framkvæmdastjórar og þingmenn hlytu að vera geimvísindamenn. Ég forðaðist áhættu og sá fyrir mér að starfa alltaf í öruggu starfi og fannst því fráleitt að taka áhættu með eigin rekstri. Hvernig gæti ég svo sem haft eitthvað til málanna að leggja sem einhverjir aðrir væru ekki nú þegar búnir að leggja til? Hvort sem það voru þjóðfélagsmál eða viðskiptahugmyndir. Þangað til allt breyttist. Mitt „a-ha“ móment var árið 2008 þegar ég hlustaði fyrir tilviljun á viðtal við konu sem hafði yfirstigið allar þær hindranir sem ég hafði sett sjálfri mér og hafði þetta að segja við kynsystur sínar: Taktu þér pláss! Enginn annar en þú getur gefið þér þetta pláss. Taktu það bara! Korteri seinna hrundi Ísland og ég hafði engu að tapa. Stofnaði fyrirtæki og byggði það upp næstu árin. Smám saman hætti ég að fá hjartsláttartruflanir við að verðleggja þjónustu mína og í dag get ég meira að segja talað um peninga – án þess að falla í yfirlið. Ég á þá nefnilega skilið fyrir mitt vinnuframlag. Fljótlega tók ég mér pláss í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á mér til alþingiskosninga 2013. Og það var ekki auðvelt. Ég þurfti að slökkva á öllum innri röddum um að vera ekki að trana sér fram og þykjast vita eitthvað. Undirskriftasöfnun í Mjóddinni var ágætis rassskelling fyrir hógværðina (með tilheyrandi kjánahrolli) sem náði svo ákveðnum hæðum í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu. Skilaboðin eru þessi: Kona…taktu þér pláss! Vertu dætrum þínum góð fyrirmynd. Sættu þig aldrei við aftasta sætið eða að leiðtogahæfni þín flokkist undir frekju. Samfélagið og atvinnulífið þarf á þinni rödd að halda. Stjórnir fyrirtækja þurfa á þinni visku og reynslu að halda. Stjórnmálin þurfa á þér að halda. Þú hefur engu að tapa – nema hógværðinni. Og hógværðin er svo last decade!
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun