Gera bíómynd byggða á Tetris leiknum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 12:31 Mynd/Tetris.com Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fyrirtækið Tetris mun ásamt Threshold Entertainment gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum Tetris. Um er að ræða „epískan vísindaskáldskap“ samkvæmt Larry Kasanoff hjá Threshold. Hann mun framleiða myndina, en fyrirtækið framleiddi einnig kvikmyndir sem byggðar voru á Mortal Kombat leikjunum. Í ár er 30 ára afmæli Tetris leiksins. „Það sem byrjaði sem einfaldur tölvuleikur fyrir 30 árum er í dag stór hluti af heiminum og tengir saman fólk á öllum aldri. Leikurinn fæðir þá þörf okkar að skapa röð og reglu úr óreiðu,“ segir Henk Rogers, framkvæmdastjóri Tetris, í tilkynningu. „Við hlökkum til samstarfsins við Treshold Entertainment við að endurskapa þá upplifun og að færa stórkostlegan og nýjan Tetris heim á stjóra tjaldið. Í þessum nýja heimi verður fólki ljóst að það er meira að baki Tetris en að þurrka út heilar línur.“Hér má sjá grínstiklu fyrir ímyndaða Tetris mynd.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira