Sóun í húsnæðismálum Logi Már Einarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð. Öllum er ljóst að við þetta verður ekki unað mikið lengur. Fjölmargir hafa því bent á leiðir til úrbóta. Allt frá afnámi stimpilgjalda og afsláttar af lóðarverði til glænýrrar húsnæðisstefnu. Af einhverjum ástæðum heyrist minnst um þá leið sem er fljótvirkust, auðveldust og árangursríkust: Heimila fólki að byggja minni og ódýrari íbúðir. Alþingi samþykkti veturinn 2010 ný mannvirkjalög þar sem kveðið er á um að algild hönnun eigi að liggja til grundvallar við byggingu húsnæðis. Með algildri hönnun íbúða er átt við að þær nýtist sem flestum, einnig þeim sem búa við fötlun af einhverju tagi. Reglugerðin sem samin var á grundvelli þessara laga gengur furðu langt í kröfum um hjólastólaaðgengi. Nú skal almennt byggja allar íbúðir með þarfir hjólastólanotenda í huga. Reyndar eru tvær undantekningar á þessari reglu: íbúðir efri hæða í tveggja hæða fjölbýlishúsum og í tveggja hæða einbýlishúsum þar sem meginrými eru ekki á aðkomuhæð. (Þessar tvær íbúðagerðir eru undanþegnar kröfunni um algilda hönnun. Skrítið réttlæti það!)Umhverfissóðaskapur Það er að sjálfsögðu mikilvægt að byggðar séu íbúðir sem henta þörfum sem flestra og geri jafnframt eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér utan stofnana. Slíkt eykur ekki einungis lífsgæði heldur sparar samfélaginu gríðarlega fjármuni. Að byggja umfram þörf er hins vegar sóun. Nær væri að tryggja nægilegan fjölda íbúða fyrir hreyfihamlaða og aðra sem þurfa sérlausnir en að þvinga alla til að fjárfesta í umframfermetrum. Ný byggingarreglugerð leiðir nefnilega af sér umtalsvert fleiri byggða fermetra en þörf er á. Í ljósi þess að hver byggður fermetri kostar í dag ríflega 300.000 krónur er örugglega verið að rýra möguleika fjölda fólks á að eignast eða leigja húsnæði. Það fellur því örlítið á þann fallega hug sem eflaust fylgdi þeim áformum að tryggja fólki í hjólastól aðgengi að næstum sérhverri íbúð í landinu þegar hann samtímis gerir öðrum, s.s. geðfötluðum, ungu fólki, einstæðum foreldrum eða fátækum erfiðara um vik. Hér er því ekki aðeins um að ræða vanhugsaða reglugerð sem torveldar lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli heldur birtist einnig í henni fordæmalítill umhverfissóðaskapur! Neikvæð loftslagsáhrif samfara byggingarframkvæmdum eru almennt veruleg. Í ljósi þess að hver Íslendingur býr að meðaltali í tvöfalt stærra húsnæði en t.d. nágrannar okkar Finnar, hefði kannski verið nær að við settum okkur markmið um að byggja smærri íbúðir en við gerum í dag.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun