Mannréttindi utangarðsfólks – Housing First Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar