Mannréttindi utangarðsfólks – Housing First Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni utangarðsfólks á síðustu misserum. Fjölgun hefur verið í hópnum og í hverjum mánuði bætast nýir einstaklingar við. Við sem samfélag verðum að horfast í augu við það að það munu alltaf vera einstaklingar sem missa tökin á lífi sínu vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og okkur ber að þjónusta þessa einstaklinga á þeim stað sem þeir eru. Það er erfitt að þjónusta utangarðsfólk ef forsjárhyggja er ríkjandi og skilyrðis eins og edrúmennsku sé krafist fyrir tiltekna þjónustu eins og búsetu. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannréttindahugsun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) leggur til að þjóðir vinni eftir í mótun þjónustustefnu við áfengis- og vímuefnaneytendur. Öll ríki í Evrópu, nema Ísland og Tyrkland, hafa skaðaminnkandi hugmyndafræði í opinberri stefnumótun í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendum. Í skaðaminnkandi nálgun er einstaklingum mætt með virðingu og skilningi og ekki er gerð krafa um bindindi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í þjónustu við hópinn og forsenda þess að ná traustu sambandi við einstaklinga og vekja von. Dregið er úr skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla veldur einstaklingum, lífsgæði þeirra aukast og samfélagslegur og fjárhagslegur skaði er lágmarkaður. Skaðaminnkandi hugmyndafræði er því þjóðhagslega hagkvæm.Einstaklingsmiðuð úrræði Almennur húsnæðisvandi í samfélaginu kemur ekki síst illa niður á hópi utangarðsfólks sem á litla möguleika á að leigja sér íbúð eða herbergi á almennum markaði. Mikil eftirspurn er eftir hverri eign, leiguverðið er hátt og iðulega er krafist fyrirframgreiðslu eða tryggingar. Í Reykjavík (eina sveitarfélagið sem hefur stefnu í málaflokknum) hefur margt breyst til betri vegar í málaflokki utangarðsfólks og þjónusta aukist til muna. Engu að síður er hópurinn fjölmennur og neyðarathvörf nánast fullnýtt. Herbergjasambýli með ólíkum einstaklingum og ólíkum þörfum henta ekki öllum. Nauðsynlegt er að mæta fólki á einstaklingsmiðaðri hátt með búsetuúrræðum sem henta hverjum og einum. Í nágrannalöndum okkar og þá helst í Noregi hefur síðasta áratuginn verið þverpólitísk samstaða um að allir eigi að eiga sér heimili í einhverri mynd, það eru mannréttindi. Hugmyndafræðin hefur verið kölluð „Housing First“ en hún er í anda skaðaminnkandi nálgunar. „Housing First“ gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvega félagslega illa stöddum einstaklingum, með áfengis- og vímuefnavanda, húsnæði og styðja þá í búsetu með þjónustu frá þverfaglegum sérfræðingateymum. Þannig fær íbúinn stuðning og hvatningu og búsetan verður farsælli fyrir einstakling og nærumhverfi. Ekki er krafist bindindis og íbúi borgar sanngjarna húsaleigu. Þessi húsnæðisstefna hefur reynst vel þar sem hún er við lýði og eru t.a.m. afar fáir einstaklingar húsnæðislausir í Ósló. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og ég sem kjósandi og félagsráðgjafi starfandi í málaflokknum fer fram á það að stjórnmálaflokkarnir láti sig málefnið varða og móti sér raunsæja stefnu í sístækkandi málaflokki utangarðsfólks. Á Íslandi er sár þörf á fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir utangarðsfólk og nýrri nálgun í anda „Housing First“.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun