Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2014 11:32 Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar