Viðbótarlífeyrissparnaður eykur enn gildi sitt Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun