Rangfærslur í ræðustól: Bandaríkjamenn saklausir af íslenskun IKEA Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. apríl 2014 15:40 Jón, lengst til vinstri, er fróður um hvalveiðar að mati forsætisráðherra. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ýmislegt að segja um hvalveiðar og líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við nútíma mafíustarfsemi. Í ræðustóli á Alþingi í gær vitnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Jón og sagði hann afar fróðan um ýmsar staðreyndir tengdar hvalveiðum. Reyndar hafði Sigmundur ekki alveg rétt eftir Jóni, að hans sögn sem vísar í könnun sem unnin var fyrir Íslandsstofu. Þegar sú könnun var skoðuð kom í ljós að rangfærslur voru í máli forsætisráðherra í gær. Bandaríkjamenn voru saklausir af því að halda að IKEA væri íslenskt fyrirtæki, eins og forsætisráðherra hélt fram í gær. Jón - sem Sigmundur Davíð vitnaði í - hélt reyndar líka ranglega að Bandaríkjamenn hefðu verið með í þessari könnun Íslandsstofu. Könnunin náði eingöngu til Dana, Breta, Frakka og Þjóðverja og engum datt IKEA fyrst í hug þegar hann var spurður hvað kæmi upp í hugann þegar Ísland væri nefnt.Fyrirspurn í gær Sigmundur svaraði fyrirspurn þingkonu Samfylkingarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, um hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu með hvalveiðum, á þennan hátt: „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“Fór ekki með rétt mál Í samtali við Vísi útskýrir Jón að forsætisráðherra hafi ekki farið með rétt mál í pontu í gær. „Það sem var rangt farið með hjá Sigmundi, eða við getum sagt að það hafi verið svona smávægilegur misskilningur, er að hann talaði um að almenningur í Bandaríkjunum hafi verið spurður. Þetta á ekki bara við um fólk í Bandaríkjunum,“ segir Jón og heldur áfram: „Þetta eru kannanir á vegum íslenskra aðila – í nokkrum löndum. Ég geri ráð fyrir því að Bandaríkin hafi verið þar undir. Þetta eru kannanir sem Íslandsstofa gerir. Með það að markmiði að efla íslenska ferðaþjónustu og kortleggja þetta; hvert er álit almennings á Íslandi.“ Blaðamaður hafði samband við Íslandsstofu og fékk afrit af nýjustu viðhorfskönnuninni sem stofnunin lét vinna fyrir sig. Hana má nálgast hér fyrir neðan.Nær ekki til BandaríkjannaReyndar er það svo að viðhorfskönnunin nær ekki til Bandaríkjanna. Íbúar Danmerkur, Bretlands, Frakklands og Þýskalands eru spurðir um afstöðu og þekkingu á Íslandi og íslenskum fyrirtækjum. Alls tóku 5.539 Evrópubúar þátt í þessari könnun. Þeir voru spurðir hvað væri það fyrsta sem kæmi upp í huga þeirra þegar Ísland væri nefnt. Meirihluti aðspurðra sagðist fyrst hugsa um náttúrufegurð landsins. Litlu skipti frá hvaða landi aðspurðir voru; svarið við spurningunni var nokkuð svipað milli landa. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru beðnir að svara fjölda spurninga sem snúa að Íslandi. Til dæmis hvort þeir teldu Ísland spennandi kost að ferðast til að vetri til, hvort þeir teldu landið sveipað dulúð, hvort þeir teldu landið vera hreint og fleira í þeim dúr. Einnig voru þátttakendur beðnir að bera landið saman við önnur lönd. Í ofanálag voru þeir sem tóku þátt í könnuninni beðnir að telja upp fyrirtæki sem þeir telja vera íslensk. Í hverju landi var mikill fjöldi fyrirtækja nefndur, sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera íslensk. Fjöldi fyrirtækja sem nefnd voru hljóp á hundruðum í hverju landi fyrir sig.Ikea nefnt níu sinnum Alls var sænska húsgagnafyrirtækið IKEA nefnt níu sinnum, þrír Bretar og sex Frakkar héldu að IKEA væri íslenskt. IKEA var því ekki það fyrsta sem kom í huga Bandaríkjamanna, heldur var það nefnt á tæmandi lista svara yfir fyrirtæki sem Evrópubúar töldu vera íslensk. Annars fjallaði könnunin ekkert um hvalveiðar. En ljóst er að þær eru ekki ofarlega í huga Evrópubúa þegar þeir eru beðnir að nefna íslenskar vörur.„Þetta með meiri hagsmuni fyrir minni og allt þetta kjaftæði“ Þrátt fyrir að ekki hafi verið haft rétt eftir Jóni á þinginu í gær, hefur hann mjög sterkar skoðanir á hvalveiðum og telur það vera rétt okkar sem þjóðar að veiða hvali. Hann telur niðurstöðu könnunar Íslandsstofu sýna að almenningi erlendis sé ekki umhugað um hvalveiðar Íslendinga. „Þetta með meiri hagsmuni fyrir minni og allt þetta kjaftæði, allur þessi málflutningur þessara svokölluðu náttúruverndarsamtaka gengur út á segja að við séum að skaða orðspor Íslands út á við. En þetta er bara niðurstaðan,“ segir Jón. Hann segir að menn hafi verið duglegir að koma með dómsdagsspár síðan Íslendingar hófu að veiða hvali aftur árið 2003. „Allt hefur þetta átt að vera til þess að skemma ímynd landsins og draga hér úr ferðaþjónustu.“Nútíma mafíuvinnubrögð Jón líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við nútíma mafíustarfsemi. „Ég hef verið að gagnrýna vinnubrögð þeirra og er að vitna til hvernig þau vinna. Þau hótuðu fyrirtækjum að láta „boycotta“ vörur og reyna að stöðva viðskipti við þau. Hvort sem það væru skipafélög, verslanakeðjur eða aðrir sem eru að versla með íslenskar afurðir,“ segir Jón og heldur áfram: „Þetta er ekkert annað en nútíma mafíustarfsemi – mafíuvinnubrögð.“Þannig að náttúruverndarsamtök haga sér eins og mafíur? „Að þessu leyti. Ef þú verslar ekki við mig þá brenni ég ofan af þér. Mér finnst að íslensk náttúruverndarsamtök eigi ekki að spyrða sig við svona vinnubrögð.“Diplómatískar leiðir skila enguJón gefur í raun lítið fyrir bréfið sem Barack Obama sendi bandaríska þinginu um íslenskar hvalveiðar fyrr í vikunni. „Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður í sama máli. Þetta er í fjórða eða fimmta skipti sem þetta kemur upp. Ef þú skoðar orðalagið í bréfinu sem hann skrifaði 2011 og það sem hann skrifaði nú, þá er þetta nánast eins,“ segir Jón.Er hann ekki að reyna að fara diplómatískar leiðir að málinu? „Já, þetta er svona dæmigert diplómatískt bréf frá honum. Og hver hafa áhrifin verið af því? Þau hafa engin verið og þannig verður það eins í þetta sinn. Það er vegna þess að Bandaríkjaforseti áttar sig á því að við erum í fullkomlega löglegum veiðum,“ svarar Jón.[Bandarísk yfirvöld gera reyndar þó nokkurn greinarmun á bréfinu sem Obama skrifaði árið 2011 og þess sem hann skrifar nú. „Árið 2011 fjölluðu skrif Obama um að hvalveiðar Íslendinga væru að grafa undan ályktunum alþjóðahvalveiðiráðsins. Í bréfinu sem hann skrifaði í vikunni fjallaði hann um alþjóðleg viðskipti með hvalkjöt. Eitt fyrirtæki hefur átt í viðskiptum með hvalkjöt og við teljum það gera lítið úr CITES-samkomulaginu,“ segir Paul Cunningham, upplýsinga- og menningamálastjóri bandaríska sendiráðsins. Cites-samkomulagið segir í stuttu máli að ekki eigi að stunda viðskipti með dýr eða plöntur í útrýmingahættu].Hverju eigum við að hætta næst?Jón segir Íslendinga eiga rétt á því að veiða hvali. Hann segir að ef við gefum þann rétt eftir gætum við átt á hættu að náttúruverndarsamtök geri enn meiri kröfur og krefji Íslendinga um að hætta þorskveiðum með ákveðnum veiðarfærum. „Við þurfum auðvitað að standa á rétti okkar,“ segir Jón og heldur áfram: „Sagt er að við þurfum að veiða makríl sem er hér við strendur landsins, því hann étur svo mikið af öðru lífríki í íslenskri fiskveiðilögsögu og að við verðum að bregðast við því til þess að halda jafnvægi í lífkeðjunni hér við landið. Sama sjónarmið er uppi með hvalinn.“ Hann segir mörg störf skapast við hvalveiðar. „Við erum með 200 störf á ákveðnum tímum ársins og tugi starfa allan ársins hring. Eins og núna, ég held að það séu 30 til 40 manns búnir að vera að vinna uppi í hvalstöð í allan vetur. Þetta eru hálaunastörf. Hverjir eru hagsmunirnir? Þeir eru stór vinnustaður, mikil verðmætasköpun og áhrifin á lífríkið,“ útskýrir Jón og spyr að lokum: „Hverjar eru neikvæðu afleiðingar hvalveiða? Hefur dregið úr ferðamannastraumi? Hefur ímynd Íslands skaðast?“ Tengdar fréttir Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10 „Maður ætlast til þess að forsætisráðherra fari með rétt mál“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á tvær rangfærslur í máli Sigmundar Davíðs á þingi í dag. Hann bendir á að Bandaríkjamenn séu ekki mesta hvalveiðiþjóð heims - eins og forsætisráðherra fullyrti í dag. 2. apríl 2014 17:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ýmislegt að segja um hvalveiðar og líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við nútíma mafíustarfsemi. Í ræðustóli á Alþingi í gær vitnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Jón og sagði hann afar fróðan um ýmsar staðreyndir tengdar hvalveiðum. Reyndar hafði Sigmundur ekki alveg rétt eftir Jóni, að hans sögn sem vísar í könnun sem unnin var fyrir Íslandsstofu. Þegar sú könnun var skoðuð kom í ljós að rangfærslur voru í máli forsætisráðherra í gær. Bandaríkjamenn voru saklausir af því að halda að IKEA væri íslenskt fyrirtæki, eins og forsætisráðherra hélt fram í gær. Jón - sem Sigmundur Davíð vitnaði í - hélt reyndar líka ranglega að Bandaríkjamenn hefðu verið með í þessari könnun Íslandsstofu. Könnunin náði eingöngu til Dana, Breta, Frakka og Þjóðverja og engum datt IKEA fyrst í hug þegar hann var spurður hvað kæmi upp í hugann þegar Ísland væri nefnt.Fyrirspurn í gær Sigmundur svaraði fyrirspurn þingkonu Samfylkingarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, um hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu með hvalveiðum, á þennan hátt: „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“Fór ekki með rétt mál Í samtali við Vísi útskýrir Jón að forsætisráðherra hafi ekki farið með rétt mál í pontu í gær. „Það sem var rangt farið með hjá Sigmundi, eða við getum sagt að það hafi verið svona smávægilegur misskilningur, er að hann talaði um að almenningur í Bandaríkjunum hafi verið spurður. Þetta á ekki bara við um fólk í Bandaríkjunum,“ segir Jón og heldur áfram: „Þetta eru kannanir á vegum íslenskra aðila – í nokkrum löndum. Ég geri ráð fyrir því að Bandaríkin hafi verið þar undir. Þetta eru kannanir sem Íslandsstofa gerir. Með það að markmiði að efla íslenska ferðaþjónustu og kortleggja þetta; hvert er álit almennings á Íslandi.“ Blaðamaður hafði samband við Íslandsstofu og fékk afrit af nýjustu viðhorfskönnuninni sem stofnunin lét vinna fyrir sig. Hana má nálgast hér fyrir neðan.Nær ekki til BandaríkjannaReyndar er það svo að viðhorfskönnunin nær ekki til Bandaríkjanna. Íbúar Danmerkur, Bretlands, Frakklands og Þýskalands eru spurðir um afstöðu og þekkingu á Íslandi og íslenskum fyrirtækjum. Alls tóku 5.539 Evrópubúar þátt í þessari könnun. Þeir voru spurðir hvað væri það fyrsta sem kæmi upp í huga þeirra þegar Ísland væri nefnt. Meirihluti aðspurðra sagðist fyrst hugsa um náttúrufegurð landsins. Litlu skipti frá hvaða landi aðspurðir voru; svarið við spurningunni var nokkuð svipað milli landa. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru beðnir að svara fjölda spurninga sem snúa að Íslandi. Til dæmis hvort þeir teldu Ísland spennandi kost að ferðast til að vetri til, hvort þeir teldu landið sveipað dulúð, hvort þeir teldu landið vera hreint og fleira í þeim dúr. Einnig voru þátttakendur beðnir að bera landið saman við önnur lönd. Í ofanálag voru þeir sem tóku þátt í könnuninni beðnir að telja upp fyrirtæki sem þeir telja vera íslensk. Í hverju landi var mikill fjöldi fyrirtækja nefndur, sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera íslensk. Fjöldi fyrirtækja sem nefnd voru hljóp á hundruðum í hverju landi fyrir sig.Ikea nefnt níu sinnum Alls var sænska húsgagnafyrirtækið IKEA nefnt níu sinnum, þrír Bretar og sex Frakkar héldu að IKEA væri íslenskt. IKEA var því ekki það fyrsta sem kom í huga Bandaríkjamanna, heldur var það nefnt á tæmandi lista svara yfir fyrirtæki sem Evrópubúar töldu vera íslensk. Annars fjallaði könnunin ekkert um hvalveiðar. En ljóst er að þær eru ekki ofarlega í huga Evrópubúa þegar þeir eru beðnir að nefna íslenskar vörur.„Þetta með meiri hagsmuni fyrir minni og allt þetta kjaftæði“ Þrátt fyrir að ekki hafi verið haft rétt eftir Jóni á þinginu í gær, hefur hann mjög sterkar skoðanir á hvalveiðum og telur það vera rétt okkar sem þjóðar að veiða hvali. Hann telur niðurstöðu könnunar Íslandsstofu sýna að almenningi erlendis sé ekki umhugað um hvalveiðar Íslendinga. „Þetta með meiri hagsmuni fyrir minni og allt þetta kjaftæði, allur þessi málflutningur þessara svokölluðu náttúruverndarsamtaka gengur út á segja að við séum að skaða orðspor Íslands út á við. En þetta er bara niðurstaðan,“ segir Jón. Hann segir að menn hafi verið duglegir að koma með dómsdagsspár síðan Íslendingar hófu að veiða hvali aftur árið 2003. „Allt hefur þetta átt að vera til þess að skemma ímynd landsins og draga hér úr ferðaþjónustu.“Nútíma mafíuvinnubrögð Jón líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við nútíma mafíustarfsemi. „Ég hef verið að gagnrýna vinnubrögð þeirra og er að vitna til hvernig þau vinna. Þau hótuðu fyrirtækjum að láta „boycotta“ vörur og reyna að stöðva viðskipti við þau. Hvort sem það væru skipafélög, verslanakeðjur eða aðrir sem eru að versla með íslenskar afurðir,“ segir Jón og heldur áfram: „Þetta er ekkert annað en nútíma mafíustarfsemi – mafíuvinnubrögð.“Þannig að náttúruverndarsamtök haga sér eins og mafíur? „Að þessu leyti. Ef þú verslar ekki við mig þá brenni ég ofan af þér. Mér finnst að íslensk náttúruverndarsamtök eigi ekki að spyrða sig við svona vinnubrögð.“Diplómatískar leiðir skila enguJón gefur í raun lítið fyrir bréfið sem Barack Obama sendi bandaríska þinginu um íslenskar hvalveiðar fyrr í vikunni. „Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður í sama máli. Þetta er í fjórða eða fimmta skipti sem þetta kemur upp. Ef þú skoðar orðalagið í bréfinu sem hann skrifaði 2011 og það sem hann skrifaði nú, þá er þetta nánast eins,“ segir Jón.Er hann ekki að reyna að fara diplómatískar leiðir að málinu? „Já, þetta er svona dæmigert diplómatískt bréf frá honum. Og hver hafa áhrifin verið af því? Þau hafa engin verið og þannig verður það eins í þetta sinn. Það er vegna þess að Bandaríkjaforseti áttar sig á því að við erum í fullkomlega löglegum veiðum,“ svarar Jón.[Bandarísk yfirvöld gera reyndar þó nokkurn greinarmun á bréfinu sem Obama skrifaði árið 2011 og þess sem hann skrifar nú. „Árið 2011 fjölluðu skrif Obama um að hvalveiðar Íslendinga væru að grafa undan ályktunum alþjóðahvalveiðiráðsins. Í bréfinu sem hann skrifaði í vikunni fjallaði hann um alþjóðleg viðskipti með hvalkjöt. Eitt fyrirtæki hefur átt í viðskiptum með hvalkjöt og við teljum það gera lítið úr CITES-samkomulaginu,“ segir Paul Cunningham, upplýsinga- og menningamálastjóri bandaríska sendiráðsins. Cites-samkomulagið segir í stuttu máli að ekki eigi að stunda viðskipti með dýr eða plöntur í útrýmingahættu].Hverju eigum við að hætta næst?Jón segir Íslendinga eiga rétt á því að veiða hvali. Hann segir að ef við gefum þann rétt eftir gætum við átt á hættu að náttúruverndarsamtök geri enn meiri kröfur og krefji Íslendinga um að hætta þorskveiðum með ákveðnum veiðarfærum. „Við þurfum auðvitað að standa á rétti okkar,“ segir Jón og heldur áfram: „Sagt er að við þurfum að veiða makríl sem er hér við strendur landsins, því hann étur svo mikið af öðru lífríki í íslenskri fiskveiðilögsögu og að við verðum að bregðast við því til þess að halda jafnvægi í lífkeðjunni hér við landið. Sama sjónarmið er uppi með hvalinn.“ Hann segir mörg störf skapast við hvalveiðar. „Við erum með 200 störf á ákveðnum tímum ársins og tugi starfa allan ársins hring. Eins og núna, ég held að það séu 30 til 40 manns búnir að vera að vinna uppi í hvalstöð í allan vetur. Þetta eru hálaunastörf. Hverjir eru hagsmunirnir? Þeir eru stór vinnustaður, mikil verðmætasköpun og áhrifin á lífríkið,“ útskýrir Jón og spyr að lokum: „Hverjar eru neikvæðu afleiðingar hvalveiða? Hefur dregið úr ferðamannastraumi? Hefur ímynd Íslands skaðast?“
Tengdar fréttir Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10 „Maður ætlast til þess að forsætisráðherra fari með rétt mál“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á tvær rangfærslur í máli Sigmundar Davíðs á þingi í dag. Hann bendir á að Bandaríkjamenn séu ekki mesta hvalveiðiþjóð heims - eins og forsætisráðherra fullyrti í dag. 2. apríl 2014 17:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10
„Maður ætlast til þess að forsætisráðherra fari með rétt mál“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á tvær rangfærslur í máli Sigmundar Davíðs á þingi í dag. Hann bendir á að Bandaríkjamenn séu ekki mesta hvalveiðiþjóð heims - eins og forsætisráðherra fullyrti í dag. 2. apríl 2014 17:20