Íbúalýðræði í Mosfellsbæ Jan Agnar Ingimundarson skrifar 28. maí 2014 14:15 Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar