2014: Ár -heilans í Evrópu María K. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:00 Evrópska heilaráðið (The European Brain Council), sem hefur aðsetur í Brussel og var stofnað árið 2002, hefur tilnefnt árið 2014 sem ár heilans. Yfir 200 fag- og sjúklingasamtök víðs vegar í Evrópu styðja ár heilans. Samkvæmt heimasíðu ráðsins eru engin íslensk samtök þar á meðal. Taugavísindafélag Íslands kemur þó að átakinu sem meðlimur í evrópskum samtökum taugavísindafélaga (FENS). Markmiðið með ári heilans er meðal annars að vekja athygli á mikilvægi heilahreysti og þeim gríðarlega kostnaði sem hlýst af ýmsum langvinnum og erfiðum heilasjúkdómum. Það sem af er 2014 er áætlað að sá kostnaður í Evrópu einni saman sé næstum 200 milljarðar evra. Þessi kostnaður mun aukast hratt enda hækkar sífellt hlutfall eldri borgara. Lífslíkur aukast svo enn þrátt fyrir að hafa þegar þrefaldast í hinum vestræna heimi á undanförnum þremur öldum. Í byrjun 20. aldar þótti fólk mjög fullorðið um sjötugt og einungis 1% kvenna og enn færri karlar lifðu í heila öld. Töluverðar líkur eru hins vegar á að þeir sem fæðast um þessar mundir nái 100 ára aldri. Í Bretlandi hefur til dæmis verið áætlað að líkur þess að stúlkubörn sem fæddust árið 2011 verði 100 ára séu um 30%.Heilahreysti Mikilvægi heilsuræktar og hollrar fæðu fyrir líkamlega hreysti er öllum kunnugt þótt okkur gangi misvel að haga lífi okkar í samræmi við þá þekkingu. Stundum er svo eins og það gleymist að heilinn sé hluti líkama okkar og að honum verði að sinna. Það er líkt og enn ríki nokkurs konar tvíhyggja þegar kemur að hugrænni heilsu. Áður var aðskilnaður milli hugar og heila en nú er aðskilnaður milli heila og líkama! Hversu mörg ykkar hafið heilahreysti í huga þegar þið hamist á hlaupabrettinu í ræktinni? Sennilega of fá og það er miður því staðreyndin er auðvitað sú að heilahreysti er grundvöllur hugrænnar heilsu. Og hugræn heilsa skiptir höfuðmáli fyrir lífsgæði. Gleymum því ekki að það sem er gott fyrir líkamann er einnig gott fyrir hugann, til dæmis regluleg hreyfing, hollt fæði, góður svefn og andlegt jafnvægi. Ef við hugsum ekki vel um heilann eru minni líkur á því að okkar bíði góð efri ár. Ef fleiri hefðu þessa staðreynd ávallt í huga værum við ef til vill duglegri að huga vel að heilahreysti strax í byrjun fullorðinsáranna þegar mamma og pabbi sleppa af okkur hendinni. Hér er gott að hafa í huga orð spænska taugavísindamannsins Ramón y Cajal sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1906. Hann sagði: Kjósi hann það getur sérhver maður mótað sinn eigin heila.Að lokum Í ljósi hækkandi aldurs þjóðarinnar og þess hversu þungbærir heilasjúkdómar eru fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra þarf almenn fræðsla um heilahreysti og hugræna heilsu að vera töluvert fyrirferðarmeiri. Hún ætti að vera forgangsverkefni í lýðheilsu og heilsueflingu meðal almennings. Gaman væri að sjá íslensk heilbrigðisyfirvöld setja þetta í forgang nú á ári heilans. Sjá tengt efni á vefnum heilahreysti.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópska heilaráðið (The European Brain Council), sem hefur aðsetur í Brussel og var stofnað árið 2002, hefur tilnefnt árið 2014 sem ár heilans. Yfir 200 fag- og sjúklingasamtök víðs vegar í Evrópu styðja ár heilans. Samkvæmt heimasíðu ráðsins eru engin íslensk samtök þar á meðal. Taugavísindafélag Íslands kemur þó að átakinu sem meðlimur í evrópskum samtökum taugavísindafélaga (FENS). Markmiðið með ári heilans er meðal annars að vekja athygli á mikilvægi heilahreysti og þeim gríðarlega kostnaði sem hlýst af ýmsum langvinnum og erfiðum heilasjúkdómum. Það sem af er 2014 er áætlað að sá kostnaður í Evrópu einni saman sé næstum 200 milljarðar evra. Þessi kostnaður mun aukast hratt enda hækkar sífellt hlutfall eldri borgara. Lífslíkur aukast svo enn þrátt fyrir að hafa þegar þrefaldast í hinum vestræna heimi á undanförnum þremur öldum. Í byrjun 20. aldar þótti fólk mjög fullorðið um sjötugt og einungis 1% kvenna og enn færri karlar lifðu í heila öld. Töluverðar líkur eru hins vegar á að þeir sem fæðast um þessar mundir nái 100 ára aldri. Í Bretlandi hefur til dæmis verið áætlað að líkur þess að stúlkubörn sem fæddust árið 2011 verði 100 ára séu um 30%.Heilahreysti Mikilvægi heilsuræktar og hollrar fæðu fyrir líkamlega hreysti er öllum kunnugt þótt okkur gangi misvel að haga lífi okkar í samræmi við þá þekkingu. Stundum er svo eins og það gleymist að heilinn sé hluti líkama okkar og að honum verði að sinna. Það er líkt og enn ríki nokkurs konar tvíhyggja þegar kemur að hugrænni heilsu. Áður var aðskilnaður milli hugar og heila en nú er aðskilnaður milli heila og líkama! Hversu mörg ykkar hafið heilahreysti í huga þegar þið hamist á hlaupabrettinu í ræktinni? Sennilega of fá og það er miður því staðreyndin er auðvitað sú að heilahreysti er grundvöllur hugrænnar heilsu. Og hugræn heilsa skiptir höfuðmáli fyrir lífsgæði. Gleymum því ekki að það sem er gott fyrir líkamann er einnig gott fyrir hugann, til dæmis regluleg hreyfing, hollt fæði, góður svefn og andlegt jafnvægi. Ef við hugsum ekki vel um heilann eru minni líkur á því að okkar bíði góð efri ár. Ef fleiri hefðu þessa staðreynd ávallt í huga værum við ef til vill duglegri að huga vel að heilahreysti strax í byrjun fullorðinsáranna þegar mamma og pabbi sleppa af okkur hendinni. Hér er gott að hafa í huga orð spænska taugavísindamannsins Ramón y Cajal sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1906. Hann sagði: Kjósi hann það getur sérhver maður mótað sinn eigin heila.Að lokum Í ljósi hækkandi aldurs þjóðarinnar og þess hversu þungbærir heilasjúkdómar eru fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra þarf almenn fræðsla um heilahreysti og hugræna heilsu að vera töluvert fyrirferðarmeiri. Hún ætti að vera forgangsverkefni í lýðheilsu og heilsueflingu meðal almennings. Gaman væri að sjá íslensk heilbrigðisyfirvöld setja þetta í forgang nú á ári heilans. Sjá tengt efni á vefnum heilahreysti.is.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun