Örlítil ábending Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar