Græðgin aftengd? Pawel Bartoszek skrifar 11. október 2014 14:18 Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun