Líf með reisn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2014 06:00 Mér hefur alltaf fundist saga Kópavogs falleg. Sagan um það þegar ríkisjarðirnar Digranes og Kópavogur voru teknar úr ábúð og þeim deilt upp í nýbýli og garðlönd í kreppunni miklu á síðustu öld. Þannig var atvinnulausu og tekjulágu fólki gefinn möguleiki á að rækta sér til viðurværis. Seinna gafst dugmiklu fólki færi á að byggja sér hús í Kópavogi þegar engar lóðir voru í boði fyrir efnalítið fólk handan við lækinn og margir lögðu í þá vegferð með viljann helstan að veganesti. Í kjölfarið fékk bærinn viðurnefnið barnabærinn og þar kom að fleiri börn innrituðust í barnaskóla í Kópavoginum en í sjálfri höfuðborginni. Hún er líka falleg baráttusaga jafnaðarmanna en Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður fyrstur flokka árið 1916 lagði höfuðáherslu á atvinnu og mannsæmandi húsnæði fyrir allt launafólk. Öll stefnuskrá flokksins sem þá var jafnframt verkalýðshreyfingin var um rétt allra til mannsæmandi lífs. Enn í dag er hægt að setja baráttu jafnaðarmanna í eina setningu „Jafn réttur og gott samfélag fyrir alla“. Verkamannabústaðirnir sem risu eftir að sett voru lög um verkamannabústaði eru vitnisburður um baráttu fyrir mannsæmandi kjörum. Að koma fólki úr óíbúðarhæfu húsnæði og fúakjöllurum þannig að allir gætu skapað sér og sínum gott heimili.Nauðsynlegar úrbætur Það getur vel verið að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn og sem eru þeir sömu og afnámu verkamannabústaðakerfið með einu pennastriki árið 2003 hafi trúað því að nú þyrfti ekki lengur ólík búsetuform og að markaðstengd sjálfseignarstefnan væri það sem hentaði öllum. En þetta var vondur og óheillavænlegur gjörningur. Í dag getur ungt fólk ekki stofnað heimili. Það hefur ekki efni á að leigja og nær ekki að spara til kaupa. Margir þeirra sem voru búnir að koma sér í eigið húsnæði og ætluðu að komast áfram af þeim dugnaði og krafti sem áður hafði dugað hafa misst íbúðina sína. Allir vita núna að það verða að vera til fjölþætt úrræði í húsnæðismálum svo fólk sem býr við ólíkan efnahag eigi þess kost að eignast heimili og lifa með reisn. En sumir berja ennþá höfðinu við steininn. Það höfum við séð og heyrt að undanförnu þegar við höfum fylgst með umræðunni um byggingu leiguíbúða í Kópavogi. Af hálfu stjórnvalda í bænum er ekki talað um fólk í vanda þar er bara talað um hverjir ráða. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Það er áhugavert hvernig stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur lagt allt kapp á það í skipulagsvinnu fyrir borgina að hún þjóni íbúunum betur og að í boði verði ólík íbúðaform og leiguhúsnæði fyrir þá er kjósa að leigja. Enn áhugaverðara verður að fylgjast með því í Kópavogi hvort nauðsynlegar úrbætur á leigumarkaði ná fram að ganga þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist saga Kópavogs falleg. Sagan um það þegar ríkisjarðirnar Digranes og Kópavogur voru teknar úr ábúð og þeim deilt upp í nýbýli og garðlönd í kreppunni miklu á síðustu öld. Þannig var atvinnulausu og tekjulágu fólki gefinn möguleiki á að rækta sér til viðurværis. Seinna gafst dugmiklu fólki færi á að byggja sér hús í Kópavogi þegar engar lóðir voru í boði fyrir efnalítið fólk handan við lækinn og margir lögðu í þá vegferð með viljann helstan að veganesti. Í kjölfarið fékk bærinn viðurnefnið barnabærinn og þar kom að fleiri börn innrituðust í barnaskóla í Kópavoginum en í sjálfri höfuðborginni. Hún er líka falleg baráttusaga jafnaðarmanna en Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður fyrstur flokka árið 1916 lagði höfuðáherslu á atvinnu og mannsæmandi húsnæði fyrir allt launafólk. Öll stefnuskrá flokksins sem þá var jafnframt verkalýðshreyfingin var um rétt allra til mannsæmandi lífs. Enn í dag er hægt að setja baráttu jafnaðarmanna í eina setningu „Jafn réttur og gott samfélag fyrir alla“. Verkamannabústaðirnir sem risu eftir að sett voru lög um verkamannabústaði eru vitnisburður um baráttu fyrir mannsæmandi kjörum. Að koma fólki úr óíbúðarhæfu húsnæði og fúakjöllurum þannig að allir gætu skapað sér og sínum gott heimili.Nauðsynlegar úrbætur Það getur vel verið að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn og sem eru þeir sömu og afnámu verkamannabústaðakerfið með einu pennastriki árið 2003 hafi trúað því að nú þyrfti ekki lengur ólík búsetuform og að markaðstengd sjálfseignarstefnan væri það sem hentaði öllum. En þetta var vondur og óheillavænlegur gjörningur. Í dag getur ungt fólk ekki stofnað heimili. Það hefur ekki efni á að leigja og nær ekki að spara til kaupa. Margir þeirra sem voru búnir að koma sér í eigið húsnæði og ætluðu að komast áfram af þeim dugnaði og krafti sem áður hafði dugað hafa misst íbúðina sína. Allir vita núna að það verða að vera til fjölþætt úrræði í húsnæðismálum svo fólk sem býr við ólíkan efnahag eigi þess kost að eignast heimili og lifa með reisn. En sumir berja ennþá höfðinu við steininn. Það höfum við séð og heyrt að undanförnu þegar við höfum fylgst með umræðunni um byggingu leiguíbúða í Kópavogi. Af hálfu stjórnvalda í bænum er ekki talað um fólk í vanda þar er bara talað um hverjir ráða. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Það er áhugavert hvernig stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur lagt allt kapp á það í skipulagsvinnu fyrir borgina að hún þjóni íbúunum betur og að í boði verði ólík íbúðaform og leiguhúsnæði fyrir þá er kjósa að leigja. Enn áhugaverðara verður að fylgjast með því í Kópavogi hvort nauðsynlegar úrbætur á leigumarkaði ná fram að ganga þar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar