„Sektuð vegna gjafar frá frænku“ Vala Valtýsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Nei ekki er þetta alveg rétt en gæti verið það. Það eru nefnilega í gildi lög um gjaldeyrishöft á Íslandi (lög nr. 87/1992 með breytingum sbr. lög nr. 127/2011). Í hugum fólks eru þessi sérstöku lagaákvæði sem kveða á um takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum á milli landa tengd við fjárfestingar og viðskipti. En svo er ekki eingöngu og hafa að minnsta kosti þeir sem hafa ferðast til útlanda undanfarin ár áttað sig á því að kaup á gjaldeyri eru takmörk sett. En höftin eru víðar og ná til fleiri tilvika. Höft gagnvart viðskiptumSvo öllu sé haldið til haga þá giltu um gjaldeyrishöft til að byrja með reglur sem settar voru 28. nóvember 2008. En almennt má segja, hvað varðar viðskipti milli landa, að fyrir utan kaup á þjónustu og vöru erlendis frá sé ekki hægt að fá gjaldeyrisyfirfærslu. Þannig er óheimilt að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, taka lán erlendis nema sérstök skilyrði séu uppfyllt eða kaupa fasteignir erlendis án þess að flytjast búferlum, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er í raun íslenskum fyrirtækjum meinað að fara í landvinninga erlendis. Hins vegar er erlendum aðilum almennt heimilt að fjárfesta á Íslandi. Einnig skal tekið fram að greiðslum erlendis frá vegna sölu á vöru eða þjónustu ber að skila til Íslands innan þriggja vikna frá því greiðslan fór fram. Höft gagnvart einstaklingumSvo vitnað sé til yfirskriftar þessa pistils þá eru meira að segja höft á gjöfum milli landa. Til dæmis getur Íslendingur ekki móttekið peningagjöf í erlendum gjaldeyri nema eiga hann á bankareikningi á Íslandi. Þannig er óheimilt að taka við gjöf í formi reiðufjár eða inneignar á erlendum bankareikningi, nema þá að skila fjármununum heim til Íslands innan þriggja vikna frá því að gjöfin komst í umráð viðkomandi. Auk þessa er t.d. óheimilt að taka við gjöf sem er í formi eignarhlutar í erlendu fyrirtæki eða fasteign. Skilaskylda á gjaldeyriEins og fram hefur komið ber að skila öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur og þjónustu, eða með öðrum hætti, á innlánsreikning í eigu þess innlenda aðila hjá fjármálafyrirtæki hér á landi innan þriggja vikna frá því að gjaldeyriirnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Er hægt að sekta vegna gjafar frá frænku?Já, ef gjöfin er móttekin með óheimilum hætti þá er heimilt að sekta og í raun geta brot á umræddum reglum varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 65 millj. kr. og frá 50 þús. kr. til 250 millj. kr. ef um lögaðila er að ræða. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi og undantekningar frá umræddum reglum eru flóknar og margvíslegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Nei ekki er þetta alveg rétt en gæti verið það. Það eru nefnilega í gildi lög um gjaldeyrishöft á Íslandi (lög nr. 87/1992 með breytingum sbr. lög nr. 127/2011). Í hugum fólks eru þessi sérstöku lagaákvæði sem kveða á um takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum á milli landa tengd við fjárfestingar og viðskipti. En svo er ekki eingöngu og hafa að minnsta kosti þeir sem hafa ferðast til útlanda undanfarin ár áttað sig á því að kaup á gjaldeyri eru takmörk sett. En höftin eru víðar og ná til fleiri tilvika. Höft gagnvart viðskiptumSvo öllu sé haldið til haga þá giltu um gjaldeyrishöft til að byrja með reglur sem settar voru 28. nóvember 2008. En almennt má segja, hvað varðar viðskipti milli landa, að fyrir utan kaup á þjónustu og vöru erlendis frá sé ekki hægt að fá gjaldeyrisyfirfærslu. Þannig er óheimilt að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, taka lán erlendis nema sérstök skilyrði séu uppfyllt eða kaupa fasteignir erlendis án þess að flytjast búferlum, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er í raun íslenskum fyrirtækjum meinað að fara í landvinninga erlendis. Hins vegar er erlendum aðilum almennt heimilt að fjárfesta á Íslandi. Einnig skal tekið fram að greiðslum erlendis frá vegna sölu á vöru eða þjónustu ber að skila til Íslands innan þriggja vikna frá því greiðslan fór fram. Höft gagnvart einstaklingumSvo vitnað sé til yfirskriftar þessa pistils þá eru meira að segja höft á gjöfum milli landa. Til dæmis getur Íslendingur ekki móttekið peningagjöf í erlendum gjaldeyri nema eiga hann á bankareikningi á Íslandi. Þannig er óheimilt að taka við gjöf í formi reiðufjár eða inneignar á erlendum bankareikningi, nema þá að skila fjármununum heim til Íslands innan þriggja vikna frá því að gjöfin komst í umráð viðkomandi. Auk þessa er t.d. óheimilt að taka við gjöf sem er í formi eignarhlutar í erlendu fyrirtæki eða fasteign. Skilaskylda á gjaldeyriEins og fram hefur komið ber að skila öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur og þjónustu, eða með öðrum hætti, á innlánsreikning í eigu þess innlenda aðila hjá fjármálafyrirtæki hér á landi innan þriggja vikna frá því að gjaldeyriirnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Er hægt að sekta vegna gjafar frá frænku?Já, ef gjöfin er móttekin með óheimilum hætti þá er heimilt að sekta og í raun geta brot á umræddum reglum varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 65 millj. kr. og frá 50 þús. kr. til 250 millj. kr. ef um lögaðila er að ræða. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi og undantekningar frá umræddum reglum eru flóknar og margvíslegar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar