Til hamingju Malala! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvaða orð lýsa réttilega hugrekki Malölu Yousafzai, 17 ára pakistanskrar stúlku sem hefur frá 12 ára aldri barist fyrir réttindum stúlkna til að sækja skóla? Sú barátta leiddi til þess þegar hún var 14 ára gömul að hópur Talibana réðst á hana þar sem hún var með skólafélögum sínum og skutu hana í höfuðið. Malala lét þessa grimmilegu árás ekki stöðva sig. Hún náði góðum bata og hefur ótrauð haldið baráttu sinni áfram og með henni vakið eftirtekt og aðdáun. Malala hefur farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það styðji þá kröfu að mannréttindi allra stúlkna séu virt og réttindi þeirra til að sækja sér menntun verði viðurkennd. “Hvaða áhrif hefur það á samfélög að stúlkur séu menntaðar?” spyr Malala og svarar sjálf: “Það breytir ÖLLU!” Sterkar stelpur eru nefnilega lykillinn að sterkum samfélögum. Með menntun þeirra má rjúfa þann vítahring fátæktar sem fólk víða um heim býr við. Þó eru enn milljónir ungra stúlkna sem hafa ekki kost á því að ganga í skóla. Afturhaldshópar víða um heim hræðast fátt meira en menntaðar stelpur. Meðal þeirra eru Talibanar sem ógna stúlkum, fjölskyldum þeirra og kennurum í sveitum Afganistan. Það er daglegt brauð að þeir loki skólum og ráðist á skólastúlkur. Slíkir atburðir rata ekki í heimsfréttirnar. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins árið 2014, fögnum við því að hin unga Malala skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. En sama dag verðum við að minnast þess að 180 dagar eru liðnir frá því að öfgahópur Boko Haram, sem er mjög andsnúinn því að stúlkur hljóti menntun, rændi 276 námsstúlkum úr skóla í Nígeríu. Enn eru 219 þessara barna fangar öfgamannanna. 57 stúlkur náðu að flýja fangara sína en nígerískum yfirvöldum hefur ekki tekist að bjarga einni einustu af þessum stúlkum. Við verðum að taka saman höndum og beita öllum okkar ráðum til að hjálpa þessum og öðrum stúlkum til að losna úr þeim grimmilega veruleika sem þær búa við. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women hélt áhrifamikla ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Þar biðlar hún til okkar allra að einbeita okkur að því sem að sameinar okkur en ekki því sem aðskilur okkur. Stöndum saman, þvert á landfræðilega fjarlægð, kyn, aldur eða stétt. Einfaldasta leiðin til að byggja upp sterkari samfélög og betri heim er að mennta ungar stúlkur. Sterkar stelpur gera sterk samfélög. Malala Yousafai á sannarlega skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Hún og milljónir annarra stúlkna vilja ráða örlögum sínum sjálfar, mennta sig og búa í samfélagi þar sem líf þeirra er metið til jafns við líf drengja. Stöndum með þeim!
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar