Eftirsóttir varahlutir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar