Skiptumst á skoðunum frekar en skotum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. desember 2014 10:15 Þetta var ár sundurlyndisins, ár ósáttfýsinnar, ár haltukjafti-stefnunnar, jafnvel enn frekar en endranær hjá þessari þrasgjörnu þjóð, með þeim afleiðingum að þeir sem völdin hafa telja sig hafa rétt til að láta kné fylgja kviði gagnvart hinum sem völdin hafa misst, fremur en að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið. Ríkisútvarpinu, sameign landsmanna, er beðið griða: gott og vel, rústum því. Við vorum kosin, við ráðum, haltu kjafti.Sundurlyndisfjandinn Sundurlyndisfjandinn fer á milli og kveikir fúlar hneigðir. Hann fyllir huga fólks af strámönnum og hvetur til atlögu við þá. Á óvissutímum reynir fólk að að upplifa sérleika sinn. Finna sig í andstæðunni við strámanninn sem vakinn er upp í sinni þess af pólförum umræðunnar; spegla sig í þeim andstæðingi sem athygli beinist að hverju sinni: ég er ekki þú og haltu kjafti. Við þurfum að fara að horfast í augu. Við eigum að deila af fjöri og innlifun og skoðanagleði þess sem leyft hefur nýjum hugmyndum að vakna innra með sér og lýsa upp hugskotið. Öllum samfélögum er mikilvægt að spenna ríki milli hópa og að tekist sé á um grundvallaratriði og hugmyndafræði. Við eigum að vera ólík og gangast upp í sérkennum okkar, metast hæfilega. Við eigum að vera stolt af því sem gerir okkur að þeim sem við erum. Það eru bara hroðaleg alræðisríki þar sem fólki er gert að draga dám hvert af öðru og aðhyllast í orði kveðnu sömu hugmyndirnar. En það er munur á því að takast hressilega á um hugmyndir, og svo hinu að vera alltaf að jagast þetta og garga ókvæðisorð hvert á annað. Við þurfum að læra að skiptast á skoðunum. Það er gert með því að tala og hlusta til skiptis: Gjörðu svo vel, hér er mín skoðun, hún er svona, þú mátt skoða hana – má ég sjá þína? Við eigum að vera stolt en ekki of viss. Við eigum að horfast í augu við eigin minnimáttarkennd og draga úr henni eftir föngum en við þurfum samt að vera full efasemda – daglega. Aldrei má ganga út frá einhverjum hugmyndum sem gefnum; við eigum ekki að lifa á forsendum neikvæðninnar en ekki heldur hinnar innihaldslausu jákvæðni – heldur hinnar spurulu jákvæðni, forvitni, vongleði. Við eigum að vera endurskoðunarsinnar eins og bestu sósíalistar 20. aldarinnar voru einatt. En þá verðum við líka að setja spurningamerki af og til við allt það sem við sjálf höfum haft fyrir satt; hugsa allt upp á nýtt í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir því sem kann að riðla hugmyndakerfinu, í stað þess að þétta hugmyndaraðirnar svo að úr verða óhreyfanlegar hugmyndaklessur. Og við eigum að reyna að setja fram hugmyndir okkar og hugsjónir af lítillæti og auðmýkt hinnar leitandi sálar fremur en yfirlæti stórbokkans. Og umfram allt er mikilsverður og vanmetinn eiginleiki að reyna að setja sig inn í þankagang annarra, og einkum þeirra sem maður er ósammála, því að yfirleitt er ósköp lítið skemmtilegt að sitja eins og Doddi og kinka í sífellu kolli framan í fólk sem segir manni það sem manni finnst sjálfum.Hið vanvirka þjóðarheimili Að vera partur af íslensku þjóðfélagi er stundum eins og að vera í vanvirkri fjölskyldu. Það er alltaf verið að æpa milli herbergja á þjóðarheimilinu. Sumir hafa ekki talast við í tíu ár. Aðrir láta gagnkvæmar ásakanir ganga á víxl, misjafnlega fráleitar en yfirmáta þreytandi. Enn aðrir fara fram með ógnarfrekju, heimta og heimta. Það er rifist um hegðun og gerðir og framgöngu en aldrei rökrætt um hugmyndir. Það er ögrað og og það er strítt. Reynt er að særa og svo beðið skríkjandi eftir fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Þeim er hampað á netmiðlunum sem komið hafa sér upp færni í þess háttar tilburðum: kunna sitt einelti og hárfínu ertni og kunna svo að glotta inn í hópinn sinn og efla samkenndina þar með áreitni við „hina“. Í hverra þágu starfar Sundurlyndisfjandinn? Hverjum er það í hag að samfélagið logi dag eftir dag út af þaulræktuðum ágreiningsefnum sem aldrei verða til lykta leidd og fólk talist ekki við en skiptist á gagnkvæmum skætingi? Það eru öfl sérhyggjunnar, sem ranglega hefur verið nefnd frjálshyggja á seinni árum, þó að hún eigi lítið skylt við frelsið. Það eru þau öfl sem róa að því öllum árum að hér verði fest í sessi hólfaskipt og stéttskipt samfélag sem einkennist af gagnkvæmu skilningsleysi, hatri, sundurlyndi, ranglæti og misskiptingu gæða sem allir eiga að njóta góðs af sameiginlega. Og við sýnum pavlovísk viðbrögð þegar hent er til okkar ágreiningsefnum úr þessum ranni. Þau ráða umræðunni sem yst standa á hverjum pól hvæsandi – pólfarar umræðunnar. Við búum við stöðugar pólfarir hugmyndanna þótt miklu skemmtilegra væri að leyfa hugmyndunum að stunda bólfarir; kynnast og hafa mök hver við aðra með óvæntri útkomu og gagnkvæmri nautn. Það gerist ef við hættum að garga en förum að skiptast á skoðunum frekar en skotum. Óskandi væri að við reyndum á komandi ári, þessar hræður sem hér búum, að kynnast svolítið betur hvert öðru, tala saman, skiptast á skoðunum og vera betri hvert við annað. Gleðilegt ár, kæru landar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta var ár sundurlyndisins, ár ósáttfýsinnar, ár haltukjafti-stefnunnar, jafnvel enn frekar en endranær hjá þessari þrasgjörnu þjóð, með þeim afleiðingum að þeir sem völdin hafa telja sig hafa rétt til að láta kné fylgja kviði gagnvart hinum sem völdin hafa misst, fremur en að leita leiða til að sætta ólík sjónarmið. Ríkisútvarpinu, sameign landsmanna, er beðið griða: gott og vel, rústum því. Við vorum kosin, við ráðum, haltu kjafti.Sundurlyndisfjandinn Sundurlyndisfjandinn fer á milli og kveikir fúlar hneigðir. Hann fyllir huga fólks af strámönnum og hvetur til atlögu við þá. Á óvissutímum reynir fólk að að upplifa sérleika sinn. Finna sig í andstæðunni við strámanninn sem vakinn er upp í sinni þess af pólförum umræðunnar; spegla sig í þeim andstæðingi sem athygli beinist að hverju sinni: ég er ekki þú og haltu kjafti. Við þurfum að fara að horfast í augu. Við eigum að deila af fjöri og innlifun og skoðanagleði þess sem leyft hefur nýjum hugmyndum að vakna innra með sér og lýsa upp hugskotið. Öllum samfélögum er mikilvægt að spenna ríki milli hópa og að tekist sé á um grundvallaratriði og hugmyndafræði. Við eigum að vera ólík og gangast upp í sérkennum okkar, metast hæfilega. Við eigum að vera stolt af því sem gerir okkur að þeim sem við erum. Það eru bara hroðaleg alræðisríki þar sem fólki er gert að draga dám hvert af öðru og aðhyllast í orði kveðnu sömu hugmyndirnar. En það er munur á því að takast hressilega á um hugmyndir, og svo hinu að vera alltaf að jagast þetta og garga ókvæðisorð hvert á annað. Við þurfum að læra að skiptast á skoðunum. Það er gert með því að tala og hlusta til skiptis: Gjörðu svo vel, hér er mín skoðun, hún er svona, þú mátt skoða hana – má ég sjá þína? Við eigum að vera stolt en ekki of viss. Við eigum að horfast í augu við eigin minnimáttarkennd og draga úr henni eftir föngum en við þurfum samt að vera full efasemda – daglega. Aldrei má ganga út frá einhverjum hugmyndum sem gefnum; við eigum ekki að lifa á forsendum neikvæðninnar en ekki heldur hinnar innihaldslausu jákvæðni – heldur hinnar spurulu jákvæðni, forvitni, vongleði. Við eigum að vera endurskoðunarsinnar eins og bestu sósíalistar 20. aldarinnar voru einatt. En þá verðum við líka að setja spurningamerki af og til við allt það sem við sjálf höfum haft fyrir satt; hugsa allt upp á nýtt í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir því sem kann að riðla hugmyndakerfinu, í stað þess að þétta hugmyndaraðirnar svo að úr verða óhreyfanlegar hugmyndaklessur. Og við eigum að reyna að setja fram hugmyndir okkar og hugsjónir af lítillæti og auðmýkt hinnar leitandi sálar fremur en yfirlæti stórbokkans. Og umfram allt er mikilsverður og vanmetinn eiginleiki að reyna að setja sig inn í þankagang annarra, og einkum þeirra sem maður er ósammála, því að yfirleitt er ósköp lítið skemmtilegt að sitja eins og Doddi og kinka í sífellu kolli framan í fólk sem segir manni það sem manni finnst sjálfum.Hið vanvirka þjóðarheimili Að vera partur af íslensku þjóðfélagi er stundum eins og að vera í vanvirkri fjölskyldu. Það er alltaf verið að æpa milli herbergja á þjóðarheimilinu. Sumir hafa ekki talast við í tíu ár. Aðrir láta gagnkvæmar ásakanir ganga á víxl, misjafnlega fráleitar en yfirmáta þreytandi. Enn aðrir fara fram með ógnarfrekju, heimta og heimta. Það er rifist um hegðun og gerðir og framgöngu en aldrei rökrætt um hugmyndir. Það er ögrað og og það er strítt. Reynt er að særa og svo beðið skríkjandi eftir fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Þeim er hampað á netmiðlunum sem komið hafa sér upp færni í þess háttar tilburðum: kunna sitt einelti og hárfínu ertni og kunna svo að glotta inn í hópinn sinn og efla samkenndina þar með áreitni við „hina“. Í hverra þágu starfar Sundurlyndisfjandinn? Hverjum er það í hag að samfélagið logi dag eftir dag út af þaulræktuðum ágreiningsefnum sem aldrei verða til lykta leidd og fólk talist ekki við en skiptist á gagnkvæmum skætingi? Það eru öfl sérhyggjunnar, sem ranglega hefur verið nefnd frjálshyggja á seinni árum, þó að hún eigi lítið skylt við frelsið. Það eru þau öfl sem róa að því öllum árum að hér verði fest í sessi hólfaskipt og stéttskipt samfélag sem einkennist af gagnkvæmu skilningsleysi, hatri, sundurlyndi, ranglæti og misskiptingu gæða sem allir eiga að njóta góðs af sameiginlega. Og við sýnum pavlovísk viðbrögð þegar hent er til okkar ágreiningsefnum úr þessum ranni. Þau ráða umræðunni sem yst standa á hverjum pól hvæsandi – pólfarar umræðunnar. Við búum við stöðugar pólfarir hugmyndanna þótt miklu skemmtilegra væri að leyfa hugmyndunum að stunda bólfarir; kynnast og hafa mök hver við aðra með óvæntri útkomu og gagnkvæmri nautn. Það gerist ef við hættum að garga en förum að skiptast á skoðunum frekar en skotum. Óskandi væri að við reyndum á komandi ári, þessar hræður sem hér búum, að kynnast svolítið betur hvert öðru, tala saman, skiptast á skoðunum og vera betri hvert við annað. Gleðilegt ár, kæru landar!
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar