Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2014 07:15 Um 35 tonnum af púðri verður skotið á loft ef öll 502 tonnin af flugeldum, sem voru flutt hingað til lands á árinu, seljast. Fréttablaðið/Pjetur Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira