Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2014 07:15 Um 35 tonnum af púðri verður skotið á loft ef öll 502 tonnin af flugeldum, sem voru flutt hingað til lands á árinu, seljast. Fréttablaðið/Pjetur Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira