Afnema á virðisaukaskatt á bókum Ágúst Einarsson skrifar 18. október 2014 07:00 Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þrep virðisaukaskatts hérlendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5% en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskattsþrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starfsemi undanþegin virðisaukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póstþjónusta, vátryggingar, bankaþjónusta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestþjónusta og sala laxveiðileyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnotagjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, matvara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoðanir einnig verið skiptar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum undanþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis.Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virðisaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóðum er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegnir um rafbækur. Þar eru flest löndin, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkraína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur.Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðisaukaskattskerfinu til að efla bókaútgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fótspor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangsröðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og lesskilning, sérstaklega meðal ungmenna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrifum, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífskjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð þar sem aukning á umsvifum ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með auknum tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar