Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli Gunnsteinn Ólafsson skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar