Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2014 19:45 Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Sjá meira
Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15