Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2014 06:00 Nokkrir birgjar hafa dregið boðaðar verðhækkanir til baka. Fréttablaðið/Heiða Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira