Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2014 06:00 Nokkrir birgjar hafa dregið boðaðar verðhækkanir til baka. Fréttablaðið/Heiða Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira