Gunnar Steinn: Nú má maður ekki verða of saddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 07:00 Gunnar Steinn Jónsson og landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Valli Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum. EM 2014 karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum.
EM 2014 karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira