Viðskipti innlent

Bjartari horfur í íslensku atvinnulífi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Horfur í íslensku atvinnulífi eru bjartari en um langt árabil samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins sem gefin var út í dag. Veikleikarnir í efnahagslífinu felast hins vegar í því að hagvöxturinn er borinn uppi af fjárfestingum og einkaneyslu.

Nýja hagspáin er fyrir árin 2014 til 2016. Hún gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði umtalsverður næstu árin eða 3,5% árið 2016. Vöxtur einkaneyslu eykst einnig og fer úr 3,4% í 4,3%. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingar aukist úr 14,8% í 17,2% og að íbúðafjárfesting aukist einnig. Gengið er út frá því að þrjú kísilver verði byggð á næstu árum og að verðbólga verði lág eða 3,1% árið 2016

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur hjá ASÍ, segir veikleika í efnahagslífinu felast í því að hagvöxturinn er borinn uppi af fjárfestingum og einkaneyslu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×