Hamingja handa þér! Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar