Að kunna sig Bryndís Björnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar