Fyrirhrunspólitíkin sýnir sig Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. september 2014 07:00 Haustið 2008 hrundi fjármálakerfi Íslands með kunnum afleiðingum: Fjöldi fólks missti vinnunna, lán flestra hækkuðu upp úr öllu valdi og ríkissjóður varð stórskuldugur með þeim afleiðingum að skera þurfti verulega niður í rekstri hins opinbera. Eins og rakið er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis átti hrunið sér margar orsakir í stefnu og starfsháttum ríkisstjórnanna sem voru við völd á árunum á undan, meðal annars í því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnanir voru of veikburða til að sinna hlutverki sínu. Þá var rekin flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem tók við eftir hrun tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu.Skattastefna fyrirhrunsáranna Fyrir hrun var markvisst unnið að því að breyta skattkerfinu í samræmi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem þá réð ríkjum í íslenskum stjórnmálum. Fjármagnstekjuskattar og fyrirtækjaskattar voru lækkaðir þannig að þeir voru með því lægsta sem þekkist en á sama tíma fylgdu skattleysismörk ekki verðlagi með þeim afleiðingum að lág- og millitekjufólk greiddi sífellt stærri hluta tekna sinna í skatt. Einnig var ljóst á þessum tíma að stór hluti fyrirtækja og einstaklinga komst hjá því að greiða eðlilegan skatt – lágur sem hann þó var – með því að færa sig í skattaskjól eða nýta sér aðrar glufur í skattkerfinu. Allt var þetta látið meira og minna óáreitt, þótt ljóst væri að ríkissjóður þyrfti að vinna upp þetta tap með meiri sköttum á þá sem ekki svindluðu á kerfinu. Ríkisstjórnin sem tók við eftir hrun komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri. Auk þess var sett frítekjumark á fjármagnstekjuskattinn þannig að vextir af venjulegum sparnaði urðu skattfrjálsir. Um leið var farið í meiriháttar átak til að vinna gegn skattaundanskoti, með góðum árangri fyrir ríkissjóð og skattborgara alla.Ríkir borga minna, aðrir meira Því miður virðist núverandi ríkisstjórn ætla að hverfa aftur til gamallar skattastefnu fyrirhrunsáranna. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um að afnema auðlegðarskattinn en þá gleðjast þeir sem eiga yfir 75 milljónir í hreina eign að frádregnum skuldum. Við þetta bætist að ríkisstjórnin hefur þegar stórlækkað veiðigjöld á sama tíma og fréttir bárust af himinháum arðgreiðslum útgerðarfyrirtækjanna. Nú hefur fjármálaráðherra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á matvæli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskatturinn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerfið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðssett sem einföldun. Við þetta bætist svo að ríkisstjórnin hefur farið í umtalsverðar gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- og menntakerfinu. Komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent í lok síðasta árs og skráningargjöld í háskólum um 25%. Líta má á slík gjöld sem ígildi skatta á sjúklinga og námsmenn, nema hvað að skatturinn leggst helst á þá sem minnsta möguleika hafa til að láta eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. Ýmis teikn eru á lofti að ríkisstjórnin hafi í hyggju að auka enn álögur af þessu tagi á sjúklinga og námsmenn í stað þess að nýta tækifærið sem gefst með auknu svigrúmi í fjárlögum til að tryggja að grunnþjónusta sé öllum aðgengileg, óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 hrundi fjármálakerfi Íslands með kunnum afleiðingum: Fjöldi fólks missti vinnunna, lán flestra hækkuðu upp úr öllu valdi og ríkissjóður varð stórskuldugur með þeim afleiðingum að skera þurfti verulega niður í rekstri hins opinbera. Eins og rakið er í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis átti hrunið sér margar orsakir í stefnu og starfsháttum ríkisstjórnanna sem voru við völd á árunum á undan, meðal annars í því hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnanir voru of veikburða til að sinna hlutverki sínu. Þá var rekin flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar sem tók við eftir hrun tók meðvitaða ákvörðun um að breyta um stefnu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu.Skattastefna fyrirhrunsáranna Fyrir hrun var markvisst unnið að því að breyta skattkerfinu í samræmi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem þá réð ríkjum í íslenskum stjórnmálum. Fjármagnstekjuskattar og fyrirtækjaskattar voru lækkaðir þannig að þeir voru með því lægsta sem þekkist en á sama tíma fylgdu skattleysismörk ekki verðlagi með þeim afleiðingum að lág- og millitekjufólk greiddi sífellt stærri hluta tekna sinna í skatt. Einnig var ljóst á þessum tíma að stór hluti fyrirtækja og einstaklinga komst hjá því að greiða eðlilegan skatt – lágur sem hann þó var – með því að færa sig í skattaskjól eða nýta sér aðrar glufur í skattkerfinu. Allt var þetta látið meira og minna óáreitt, þótt ljóst væri að ríkissjóður þyrfti að vinna upp þetta tap með meiri sköttum á þá sem ekki svindluðu á kerfinu. Ríkisstjórnin sem tók við eftir hrun komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri. Auk þess var sett frítekjumark á fjármagnstekjuskattinn þannig að vextir af venjulegum sparnaði urðu skattfrjálsir. Um leið var farið í meiriháttar átak til að vinna gegn skattaundanskoti, með góðum árangri fyrir ríkissjóð og skattborgara alla.Ríkir borga minna, aðrir meira Því miður virðist núverandi ríkisstjórn ætla að hverfa aftur til gamallar skattastefnu fyrirhrunsáranna. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um að afnema auðlegðarskattinn en þá gleðjast þeir sem eiga yfir 75 milljónir í hreina eign að frádregnum skuldum. Við þetta bætist að ríkisstjórnin hefur þegar stórlækkað veiðigjöld á sama tíma og fréttir bárust af himinháum arðgreiðslum útgerðarfyrirtækjanna. Nú hefur fjármálaráðherra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á matvæli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskatturinn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerfið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðssett sem einföldun. Við þetta bætist svo að ríkisstjórnin hefur farið í umtalsverðar gjaldskrárhækkanir í heilbrigðis- og menntakerfinu. Komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent í lok síðasta árs og skráningargjöld í háskólum um 25%. Líta má á slík gjöld sem ígildi skatta á sjúklinga og námsmenn, nema hvað að skatturinn leggst helst á þá sem minnsta möguleika hafa til að láta eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. Ýmis teikn eru á lofti að ríkisstjórnin hafi í hyggju að auka enn álögur af þessu tagi á sjúklinga og námsmenn í stað þess að nýta tækifærið sem gefst með auknu svigrúmi í fjárlögum til að tryggja að grunnþjónusta sé öllum aðgengileg, óháð efnahag.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun