Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Tómas Þór Þórðarson í Safamýri skrifar 20. febrúar 2014 16:33 Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. Þetta er fyrsta tap Hauka í síðustu ellefu leikjum eða síðan þeir töpuðu síðast fyrir Fram, 18-17, í byrjun október á síðasta ári. Síðan þá eru liðnir fimm mánuðir og Haukar búnir að vinna deildabikarinn í millitíðinni. Rétt eins og síðast þegar liðin mættust í deildinni í byrjun desember spiluðu heimamenn góðan varnarleik í fyrri hálfleik og gerðu stórskyttum Hauka erfitt fyrir. SigurbergurSveinsson tók t.a.m. ekki sitt fyrsta skot á markið fyrr en á 18. mínútu og það var vítakast. Sóknarlega voru Framarar skynsamir allan leikinn. Þeir spiluðu eins langar sóknir og þeim var leyft, biðu færis og völdu skotin skynsamlega. Það skilaði sér í fínni nýtingu enda vörðu markverðir Hauka aðeins fjögur skot samtals í fyrri hálfleik.Giedrius Morkunas byrjaði leikinn og varði aðeins eitt skot áður en EinarÓlafur Vilmundarson leysti hann af. Morkunas kom svo aftur í markið snemma í síðari hálfleik og fór að verja eins og maður. Kollegi þeirra, Stephen Nielsen, danski markvörðurinn í liði Fram, var lengi í gang en Guðlaugur treysti Dananum og hann endaði með að skila sjö vörslum í fyrri hálfleik eða 44 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í heildina varði hann 14 skot með sama hlutfalli. Frammistaða hans, og nokkur auðveld mörk heimamanna vegna vörðu skotanna, áttu sinn þátt í því að Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9. Fram jók forskotið í fimm mörk í upphafi síðari hálfleik, 15-10, en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. Varnarleikur Fram var áfram sterkur og gekk gestunum ekkert að finna glufur á varnarmúrnum. En þá tók PatrekurJóhannesson leikhlé sem kveikti í hans mönnum. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk 16-14. Leikurinn var farinn að minna ótæpilega á síðustu viðureign liðanna þegar Fram var yfir í hálfleik en Haukar keyrðu yfir þá í þeim síðari. Það gerðist þó ekki því Framarar héldu haus. Þeir treystu áfram á sterkan varnarleik og Nielsen í markinu og skoruðu svo flott mörk á mikilvægum augnablikum. Haukar náðu aldrei að minnka muninn meira en niður í tvö mörk. Síðustu mínúturnar brá Patrekur Jóhannesson, þjálfari Fram, á það ráð að spila með mann í vesti eins og gegn Val á dögunum. Það varð einfaldlega til þess að TjörviÞorgeirsson þurfti að bregða sér í markið í tvígang og fékk mark á sig í bæði skiptin. Á endanum sigldu Framarar góðum sigri í höfn, 21-18, og eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Þrátt fyrir tapið féllu Framarar niður í fimmta sætið en Haukar eru sem fyrr á toppnum með 23 stig.StefánBaldvinStefánsson var afar traustur í liði Fram í kvöld og skoraði fimm mörk en varnarleikinn spiluðu allir saman sem heild og fá plús í kladdann fyrir það. Fram-liðið getur hæglega komist í úrslitakeppnina með svona spilamennsku.Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna.Vísir/VilhelmGarðar: Vorum alveg ógeðslega góðir „Við bara héldum út allan leikinn,“ sagði GarðarSigurjónsson, línumaður Fram, við Vísi eftir leik aðspurður hver væri munurinn á sigrinum í kvöld og síðast þegar liðin mættust. Þá var Fram 12-6 yfir í hálfleik en tapaði með þriggja marka mun. Í kvöld lét Fram ekki keyra yfir sig í síðari hálfleik eins og þá og innbyrti góðan sigur. „Ég veit þetta er lélegt svar en við vorum ákveðnir að láta það ekki gerast aftur. Það var ógeðslegt,“ sagði Garðar. „Ég held að innst innra með okkur hversu slæm tilfinningin var og við vildum ekki finna fyrir því aftur.“ Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Garðar hafi verið ánægður með sigurinn og sérstaklega spilamennsku sinna manna. „Haukar eru með besta hópinn á landinu. Taflan lýgur ekkert. Það var rosalega sterkt að ná að halda þessu forskoti. Við vorum alveg ógeðslega góðir í dag. Vörnin var frábær og sóknin líka þó við höfum bara skorað 21 mark. Það var flot á sóknarleiknum og við vorum óhræddir við að skjóta á markið.“ „Sjáðu bara Svenna [Svein Þorgeirsson]. Hann lét verja tvisvar frá sér í fyrri hálfleik en honum var alveg skítsama. Hann reyndi bara aftur í seinni hálfleik og skoraði flott mörk,“ sagði Garðar. Garðar er vítaskytta Fram-liðsins. Hann skoraði úr þremur vítum í kvöld en lét verja einu sinni frá sér þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Ætlar hann að reyna það aftur? „Nei, ég held ég láti það ógert. Ég ákvað líka bara að vera öruggur í næsta víti. Mér fannst markvörðurinn standa aðeins framar en ég hélt. Þetta var alveg ömurlegt víti,“ sagði Garðar að lokum og hló dátt.Jón Þorbjörn var tekinn föstum tökum.Vísir/DaníelJón Þorbjörn: Gengur ekki að spila bara 30 mínútur „Sóknarleikurinn fór með þetta. Við fáum bara á okkur 21 mark í kvöld sem er allt í lagi en að skora bara 18 mörk er katastrófa,“ sagði sársvekktur JónÞorbjörnJóhannsson, línumaður Hauka, við Vísi eftir tapið gegn Fram í kvöld. Beðinn um nánari útskýringar á því sem fór úrskeiðis í sókninni að hans mati sagði stóri maðurinn: „Menn voru ekkert að hreyfa sig og í hvert skipti sem þeir komu nálægt okkur vorum við negldir. Við náðum engu floti á boltann. Framararnir voru flottir í dag og voru að berjast en við vorum ekki að því.“ Haukar hafa lent í því áður að vera í erfiðri stöðu í hálfleik en hafa vanalega alltaf komið til baka og unnið leikina. En í kvöld hófst það ekki. „Við verðum bara fara skoða þetta. Það gengur ekki að við séum alltaf að elta í öllum leikjum. Við verðum að fara byrja leikinn af fullum krafti. Við förum ekki langt í þessu móti ef við spilum bara 30 mínútur í leik.“ „Við skulum vona þetta sé eitthvað sem vekji okkur og við förum að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu. Ég veit bara ekki hver djöfullinn var í gangi í dag,“ sagði Jón Þorbjörn Jóhannsson. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. Þetta er fyrsta tap Hauka í síðustu ellefu leikjum eða síðan þeir töpuðu síðast fyrir Fram, 18-17, í byrjun október á síðasta ári. Síðan þá eru liðnir fimm mánuðir og Haukar búnir að vinna deildabikarinn í millitíðinni. Rétt eins og síðast þegar liðin mættust í deildinni í byrjun desember spiluðu heimamenn góðan varnarleik í fyrri hálfleik og gerðu stórskyttum Hauka erfitt fyrir. SigurbergurSveinsson tók t.a.m. ekki sitt fyrsta skot á markið fyrr en á 18. mínútu og það var vítakast. Sóknarlega voru Framarar skynsamir allan leikinn. Þeir spiluðu eins langar sóknir og þeim var leyft, biðu færis og völdu skotin skynsamlega. Það skilaði sér í fínni nýtingu enda vörðu markverðir Hauka aðeins fjögur skot samtals í fyrri hálfleik.Giedrius Morkunas byrjaði leikinn og varði aðeins eitt skot áður en EinarÓlafur Vilmundarson leysti hann af. Morkunas kom svo aftur í markið snemma í síðari hálfleik og fór að verja eins og maður. Kollegi þeirra, Stephen Nielsen, danski markvörðurinn í liði Fram, var lengi í gang en Guðlaugur treysti Dananum og hann endaði með að skila sjö vörslum í fyrri hálfleik eða 44 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í heildina varði hann 14 skot með sama hlutfalli. Frammistaða hans, og nokkur auðveld mörk heimamanna vegna vörðu skotanna, áttu sinn þátt í því að Fram var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9. Fram jók forskotið í fimm mörk í upphafi síðari hálfleik, 15-10, en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. Varnarleikur Fram var áfram sterkur og gekk gestunum ekkert að finna glufur á varnarmúrnum. En þá tók PatrekurJóhannesson leikhlé sem kveikti í hans mönnum. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk 16-14. Leikurinn var farinn að minna ótæpilega á síðustu viðureign liðanna þegar Fram var yfir í hálfleik en Haukar keyrðu yfir þá í þeim síðari. Það gerðist þó ekki því Framarar héldu haus. Þeir treystu áfram á sterkan varnarleik og Nielsen í markinu og skoruðu svo flott mörk á mikilvægum augnablikum. Haukar náðu aldrei að minnka muninn meira en niður í tvö mörk. Síðustu mínúturnar brá Patrekur Jóhannesson, þjálfari Fram, á það ráð að spila með mann í vesti eins og gegn Val á dögunum. Það varð einfaldlega til þess að TjörviÞorgeirsson þurfti að bregða sér í markið í tvígang og fékk mark á sig í bæði skiptin. Á endanum sigldu Framarar góðum sigri í höfn, 21-18, og eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Þrátt fyrir tapið féllu Framarar niður í fimmta sætið en Haukar eru sem fyrr á toppnum með 23 stig.StefánBaldvinStefánsson var afar traustur í liði Fram í kvöld og skoraði fimm mörk en varnarleikinn spiluðu allir saman sem heild og fá plús í kladdann fyrir það. Fram-liðið getur hæglega komist í úrslitakeppnina með svona spilamennsku.Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna.Vísir/VilhelmGarðar: Vorum alveg ógeðslega góðir „Við bara héldum út allan leikinn,“ sagði GarðarSigurjónsson, línumaður Fram, við Vísi eftir leik aðspurður hver væri munurinn á sigrinum í kvöld og síðast þegar liðin mættust. Þá var Fram 12-6 yfir í hálfleik en tapaði með þriggja marka mun. Í kvöld lét Fram ekki keyra yfir sig í síðari hálfleik eins og þá og innbyrti góðan sigur. „Ég veit þetta er lélegt svar en við vorum ákveðnir að láta það ekki gerast aftur. Það var ógeðslegt,“ sagði Garðar. „Ég held að innst innra með okkur hversu slæm tilfinningin var og við vildum ekki finna fyrir því aftur.“ Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Garðar hafi verið ánægður með sigurinn og sérstaklega spilamennsku sinna manna. „Haukar eru með besta hópinn á landinu. Taflan lýgur ekkert. Það var rosalega sterkt að ná að halda þessu forskoti. Við vorum alveg ógeðslega góðir í dag. Vörnin var frábær og sóknin líka þó við höfum bara skorað 21 mark. Það var flot á sóknarleiknum og við vorum óhræddir við að skjóta á markið.“ „Sjáðu bara Svenna [Svein Þorgeirsson]. Hann lét verja tvisvar frá sér í fyrri hálfleik en honum var alveg skítsama. Hann reyndi bara aftur í seinni hálfleik og skoraði flott mörk,“ sagði Garðar. Garðar er vítaskytta Fram-liðsins. Hann skoraði úr þremur vítum í kvöld en lét verja einu sinni frá sér þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn. Ætlar hann að reyna það aftur? „Nei, ég held ég láti það ógert. Ég ákvað líka bara að vera öruggur í næsta víti. Mér fannst markvörðurinn standa aðeins framar en ég hélt. Þetta var alveg ömurlegt víti,“ sagði Garðar að lokum og hló dátt.Jón Þorbjörn var tekinn föstum tökum.Vísir/DaníelJón Þorbjörn: Gengur ekki að spila bara 30 mínútur „Sóknarleikurinn fór með þetta. Við fáum bara á okkur 21 mark í kvöld sem er allt í lagi en að skora bara 18 mörk er katastrófa,“ sagði sársvekktur JónÞorbjörnJóhannsson, línumaður Hauka, við Vísi eftir tapið gegn Fram í kvöld. Beðinn um nánari útskýringar á því sem fór úrskeiðis í sókninni að hans mati sagði stóri maðurinn: „Menn voru ekkert að hreyfa sig og í hvert skipti sem þeir komu nálægt okkur vorum við negldir. Við náðum engu floti á boltann. Framararnir voru flottir í dag og voru að berjast en við vorum ekki að því.“ Haukar hafa lent í því áður að vera í erfiðri stöðu í hálfleik en hafa vanalega alltaf komið til baka og unnið leikina. En í kvöld hófst það ekki. „Við verðum bara fara skoða þetta. Það gengur ekki að við séum alltaf að elta í öllum leikjum. Við verðum að fara byrja leikinn af fullum krafti. Við förum ekki langt í þessu móti ef við spilum bara 30 mínútur í leik.“ „Við skulum vona þetta sé eitthvað sem vekji okkur og við förum að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu. Ég veit bara ekki hver djöfullinn var í gangi í dag,“ sagði Jón Þorbjörn Jóhannsson.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira