Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-29 | Trylltur fögnuður FH Elvar Geir Magnússon skrifar 20. febrúar 2014 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum." Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum."
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti