Heimilisvinur bregst Elín Hirst skrifar 2. október 2014 07:00 MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilisvin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum matvælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbættan sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem það býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfestur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektarinnar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvernig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar