Að reikna sig til helvítis Hermann Stefánsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu fáeinir íslenskir spekúlantar að þeir kunnu að reikna. Í kjölfarið komust þeir að raun um að þetta var ný þekking, aldrei hafði nokkur maður kunnað að reikna í sögu mannkyns. Í ofanálag kom yfir þá sú hugljómun að það var hægt að beita þessari nýuppgötvuðu þekkingu á alla skapaða hluti og jafnvel leika sér með tölur. Það var hægt að reikna út verðið á sjúkrarúmi og innlagningardögum á spítala, reikna út hagnaðarvon og skilvirkni í starfsemi stofnana og á íslenskri tungu, reikna út prísinn á andlegum verðmætum, framlegðaráhrif og skilvirkni lista og verðið á vergri sjálfsvirðingu. Það var hægt að reikna sig rakleiðis til helvítis. Undanfarið hafa nokkrir reiknimeistarar tekið að sér í blaðagreinum að reikna út hvað það kosti nú að halda úti almannaútvarpi. Þessir spekingar komast jafnan að því að þetta sé of dýrt og eitthvað þurfi undan að láta. Í einni af nýjustu ritningunum, ég hirði ekki um að greina þær hverja frá annarri, er lagt til að dregið sé stórkostlega úr starfsemi Ríkisútvarpsins. Stöku stjórnmálamenn hafa talað eins og þessar fabúleringar séu marktæk innlegg í umræðuna. Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé einfaldasta mál í heimi að bjarga fjárhag RÚV. Það er gert með því að láta allt útvarpsgjaldið renna til RÚV eins og því er ætlað að gera. Og með því að draga Ohf.-væðingu stofnunarinnar til baka og aflétta tilheyrandi lífeyrisskuldbindingum sem íþyngja rekstrinum. En fyrst af öllu þarf útvarpsgjald að renna óskert til RÚV. Það nægir. Útvarpsgjald er svipað á öllum Norðurlöndum og víðar hærra. Þannig reka allar nágrannaþjóðir okkar almannaútvarp.Villusýn Eða af hverju geta Spánverjar með öll sín hörmulegu vandamál, atvinnuleysi og efnahagsvanda, ekki aðeins rekið miklu betra heilbrigðiskerfi en Íslendingar heldur einnig mun öflugri almannafjölmiðla, útvarp og sjónvarp? Hví hengja Íslendingar haus og væla meðan slíkar þjóðir standa í lappirnar? Það er vegna þess að víðast hafa stjórnmálaflokkar einhverja reisn og láta ekki hvarfla að sér að hlusta á rausið úr reikningshausum. Af hverju var útvarpið ekki lagt niður árið 1950, 1936 eða 1993? Það er vegna þess að þá hvarflaði ekki að stjórnmálunum að selja sjálfsvirðingu sína. Stærðfræði er merkileg vísindagrein. Hún er hrein vísindi sem ekki tengist öðru en sínum eigin óhlutbundnu reglum. Þessu gera allir góðir stærðfræðingar sér grein fyrir. Þeir vita að fólk getur ekki reiknað út pólitísk og menningarleg gildi sín. Það er sérstök fyrirhöfn að hafa kúltúr og gera sér gildi sín ljós. Menning, eins og sú sem miðlað er á Rás 1, er grunnur þeirra gilda. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn láti ekki glepjast af þeirri villusýn að menning sé útreiknanleg verðmæti og eða gerist slíkar smásálir að halda að menning sé í eigu sumra stjórnmálaflokka en náttúrulegur óvinur annarra. Menning er allra. Að skera hana niður eru svik við hugsjónir allra stjórnmálaflokka og alla þeirra sögu. Að leggja niður útvarpsrás eru óafturkræf hryðjuverk. Það yrðu afdrifaríkar ákvarðanir ef stjórnmálamenn ákvæðu að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið. Lítilsigld yrði þeirra arfleifð. Tíminn er kannski ekki fljótur að reikna en hann mylur fjandi smátt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar