Rússar afar hrifnir af íslenskum snyrtivörum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. desember 2014 11:28 Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola.is Vísir/Íris Dögg Einarsdóttir Karin Kristjönu Hindborg, dreifingaraðili fyrir hálfíslenska snyrtivörumerkið Skyn Iceland og eigandi nola.is, var á dögunum boðið til Rússlands að kynna línuna fyrir hönd framleiðenda í Bandaríkjunum. „Þetta var alveg frábær ferð. Ég kynntist fullt af fólki sem tengist förðunar- og tískubransanum,“ segir Karin. Meðal þeirra voru Elena Krygina, einn fremsti förðunarfræðingur Rússlands, og sjónvarpsstjarnan Andre Malakov, sem má segja að sé hin rússneska Oprah Winfrey, en hann ætlar að heimsækja Ísland í janúar. Skyn Iceland verður meðal annars selt í vefverslun úti sem selur aðrar íslenskar vörur eins og Unu, Sóleyju og Purity Herbs. Að auki verður Skyn selt á snyrtistofunni hjá Büro beauty, þar sem ríka og fræga fólkið í Rússlandi er fastir gestir. Eigandi stofunnar er Miroslava Duma, fyrrverandi ritstjóri rússneska Harpers Bazaar. „Rússarnir eru alveg óðir í íslensku vörurnar. Þeim finnst Ísland svo ótrúlega heillandi og hreint og mér fannst skína í gegn hvað þeir virðast bera mikla virðingu fyrir Íslandi,“ segir Karin. Auk þess að kynna Skyn Iceland hitti Karin snyrtiritstjóra rússnesku útgáfu tímaritsins Vogue og gerði myndbandsþátt með henni sem fer á heimasíðu þeirra. „Þar sem þau halda ekki upp á jólin, bara nýja árið, þá gerði ég „how-to“ myndband með léttri áramótaförðun fyrir þau með áherslu á húðina og mikilvægi þess að undirbúa húðina fyrir förðun,“ segir Karin. Ferðin tók þrjá daga og var mikil keyrsla. „Mér skilst að ég sé ekki búin að upplifa Rússland, einungis Moskvu, og það er ekki það sama. Ég hélt að ég myndi sjá mikla fátækt og eymd, það litla sem ég náði að upplifa utan vinnu var hástéttin, það er mikið af ríku fólki í Moskvu og verslanir eftir því. Mesta menningarsjokkið sem ég upplifði var sennilega að sjá mann með Nokia 5110 síma á lestarstöðinni,“ segir Karin aðspurð um aðstæður í Rússlandi. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Karin Kristjönu Hindborg, dreifingaraðili fyrir hálfíslenska snyrtivörumerkið Skyn Iceland og eigandi nola.is, var á dögunum boðið til Rússlands að kynna línuna fyrir hönd framleiðenda í Bandaríkjunum. „Þetta var alveg frábær ferð. Ég kynntist fullt af fólki sem tengist förðunar- og tískubransanum,“ segir Karin. Meðal þeirra voru Elena Krygina, einn fremsti förðunarfræðingur Rússlands, og sjónvarpsstjarnan Andre Malakov, sem má segja að sé hin rússneska Oprah Winfrey, en hann ætlar að heimsækja Ísland í janúar. Skyn Iceland verður meðal annars selt í vefverslun úti sem selur aðrar íslenskar vörur eins og Unu, Sóleyju og Purity Herbs. Að auki verður Skyn selt á snyrtistofunni hjá Büro beauty, þar sem ríka og fræga fólkið í Rússlandi er fastir gestir. Eigandi stofunnar er Miroslava Duma, fyrrverandi ritstjóri rússneska Harpers Bazaar. „Rússarnir eru alveg óðir í íslensku vörurnar. Þeim finnst Ísland svo ótrúlega heillandi og hreint og mér fannst skína í gegn hvað þeir virðast bera mikla virðingu fyrir Íslandi,“ segir Karin. Auk þess að kynna Skyn Iceland hitti Karin snyrtiritstjóra rússnesku útgáfu tímaritsins Vogue og gerði myndbandsþátt með henni sem fer á heimasíðu þeirra. „Þar sem þau halda ekki upp á jólin, bara nýja árið, þá gerði ég „how-to“ myndband með léttri áramótaförðun fyrir þau með áherslu á húðina og mikilvægi þess að undirbúa húðina fyrir förðun,“ segir Karin. Ferðin tók þrjá daga og var mikil keyrsla. „Mér skilst að ég sé ekki búin að upplifa Rússland, einungis Moskvu, og það er ekki það sama. Ég hélt að ég myndi sjá mikla fátækt og eymd, það litla sem ég náði að upplifa utan vinnu var hástéttin, það er mikið af ríku fólki í Moskvu og verslanir eftir því. Mesta menningarsjokkið sem ég upplifði var sennilega að sjá mann með Nokia 5110 síma á lestarstöðinni,“ segir Karin aðspurð um aðstæður í Rússlandi.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira