Lífið

Sextán þúsund manns hafa horft á Lífsleikni Gillz

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Egill er kominn í jólastuð.
Egill er kominn í jólastuð.
„Ég loggaði mig inn áðan og þá voru 16.479 manns búnir að horfa á myndina. Sem er lygilegt. Ég bjóst ekki við þessum fjölda á svona stuttum tíma,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz. 

Egill ákvað á föstudag að gefa þjóðinni jólaglaðning og setti mynd sína, Lífsleikni Gillz, á netið. Frítt er að horfa á myndina en þeir sem vilja geta lagt inn á Egil.

„Það hefur ekki verið gert á Íslandi áður að fólk gefi bíómyndir sínar eða þætti. Það er eitthvað gert af þessu erlendis en þá hefur fólk alltaf kost á að styrkja verkefnið og leggja inn á bankareikning ef því líður betur með það. Það dritast inn millifærslur frá fólki. Fólki finnst greinilega gaman að þessu framtaki,“ segir Egill. En hvað er búið að leggja mikið inn á hann?

„Um miðjan dag í gær voru komnar 55 þúsund krónur,“ segir Egill og bætir við að hann vilji ekkert fela þegar kemur að þessum millifærslum. 

„Flestir leggja inn 500, 1000, 1500 eða 2000 krónur. Hæsta millifærslan sem hefur komið inn er fimm þúsund krónur. Þetta er að tikka.“

Egill segist ekki vera að þessu fyrir peninga.

„Mig langar bara að sem flestir sjái myndina. Það eru að dritast inn skilaboð á Facebook og Twitter frá fólki sem finnst þetta frábært framtak.“

En hvað verður myndin lengi aðgengileg á netinu?

Síðan er komin til að vera. Ég keypti lénið og er búinn að borga það einhver á fram í tímann. Myndin verður þarna þar til allir eru hættir að heimsækja síðuna.“


Tengdar fréttir

Geta nú sótt myndina án samviskubits

Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz, segist nú ætla að bjóða landsmönnum að sækja myndina Lífsleikni Gillz endurgjaldslaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×