Kærir ákvörðun vegna virkjunar í Bjarnarflagi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2014 19:01 Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar þarfnist víðtækrar endurskoðunar. Landsvirkjun segir Skipulagsstofnun hafa hunsað álit Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og ætlar að láta reyna á hvort ákvörðun hennar eigi sér lagastoð og að gætt hafi verið meðalhófs. Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er þegar starfandi elsta jarðgufuvirkjun landsins, frá árinu 1969, upp á þrjú megavött, en Landsvirkjun hefur lengi áformað að reisa þar aðra og mun stærri virkjun og lá fyrir umhverfismat frá árinu 2004. Lög gera ráð fyrir að tíu ára gamalt umhverfismat þurfi að endurskoða og hafði Landsvirkjun sjálf bent á að nokkrir þættir væru vanreifaðir í fyrra mati, eins og áhrif virkjunar á grunnvatn og loftgæði og líkur á smáskjálftum vegna niðurdælingar. Skipulagsstofnun ákvað hins vegar í síðasta mánuði að krefjast mun víðtækari endurskoðunar á umhverfismatinu og eru helstu rök hennar þau að forsendur hafi breyst verulega í ljósi reynslu af rekstri annarra jarðvarmavirkjana; breytingar hafi orðið á reglum um loftgæði og lögum um verndun Mývatns og Laxár; ferðamannastraumur hafi stóraukist á áhrifasvæði Bjarnarflagsvirkjunar; og Mývatnssvæðið sé skráð sem eitt af þremur Ramsarsvæðum á Íslandi. Landsvirkjun segir á móti að Skipulagsstofnun hafi ekki tekið tillit til umsagna Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, sem ekki töldu að verulegar breytingar hefðu orðið á forsendum; ekki hafi verið tekið tillit til þess að virkjunin var minnkuð úr 90 MW niður í 45 MW; þetta sé verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem kalli á mjög kostnaðarsama og umfangsmikla endurskoðun; og það sé skilyrði í stjórnsýslurétti að íþyngjandi ákvarðanir eigi sér skýra lagastoð og að gætt sé meðalhófs. Landsvirkjun hefur því kært ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það sé gert í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem reynir á ákvæði um endurskoðun tíu ára gamals umhverfismats, þess fordæmis sem niðurstaðan gæti skapað, svo og þeirra hagsmuna Landsvirkjunar sem eru í húfi. Tengdar fréttir Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00 Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00 Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00 Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30 Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar þarfnist víðtækrar endurskoðunar. Landsvirkjun segir Skipulagsstofnun hafa hunsað álit Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar og ætlar að láta reyna á hvort ákvörðun hennar eigi sér lagastoð og að gætt hafi verið meðalhófs. Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er þegar starfandi elsta jarðgufuvirkjun landsins, frá árinu 1969, upp á þrjú megavött, en Landsvirkjun hefur lengi áformað að reisa þar aðra og mun stærri virkjun og lá fyrir umhverfismat frá árinu 2004. Lög gera ráð fyrir að tíu ára gamalt umhverfismat þurfi að endurskoða og hafði Landsvirkjun sjálf bent á að nokkrir þættir væru vanreifaðir í fyrra mati, eins og áhrif virkjunar á grunnvatn og loftgæði og líkur á smáskjálftum vegna niðurdælingar. Skipulagsstofnun ákvað hins vegar í síðasta mánuði að krefjast mun víðtækari endurskoðunar á umhverfismatinu og eru helstu rök hennar þau að forsendur hafi breyst verulega í ljósi reynslu af rekstri annarra jarðvarmavirkjana; breytingar hafi orðið á reglum um loftgæði og lögum um verndun Mývatns og Laxár; ferðamannastraumur hafi stóraukist á áhrifasvæði Bjarnarflagsvirkjunar; og Mývatnssvæðið sé skráð sem eitt af þremur Ramsarsvæðum á Íslandi. Landsvirkjun segir á móti að Skipulagsstofnun hafi ekki tekið tillit til umsagna Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, sem ekki töldu að verulegar breytingar hefðu orðið á forsendum; ekki hafi verið tekið tillit til þess að virkjunin var minnkuð úr 90 MW niður í 45 MW; þetta sé verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem kalli á mjög kostnaðarsama og umfangsmikla endurskoðun; og það sé skilyrði í stjórnsýslurétti að íþyngjandi ákvarðanir eigi sér skýra lagastoð og að gætt sé meðalhófs. Landsvirkjun hefur því kært ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Það sé gert í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem reynir á ákvæði um endurskoðun tíu ára gamals umhverfismats, þess fordæmis sem niðurstaðan gæti skapað, svo og þeirra hagsmuna Landsvirkjunar sem eru í húfi.
Tengdar fréttir Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00 Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00 Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00 Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30 Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta. 12. nóvember 2014 07:00
Mývatn sagt eiga að njóta vafans Skorað er á umhverfis- og auðlindaráðherra að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkunýtingu landsvæða í ályktun aðalfundar Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit. 1. apríl 2014 07:00
Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. 19. apríl 2013 21:00
Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun. 21. febrúar 2014 10:30
Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. 14. apríl 2013 16:40
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent