Framleiðendur kaupa sig frá samkeppni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2014 10:30 Framkvæmdastjóri SVÞ, formaður Neytendasamtakanna og forstjóri Haga eru allir sammála um að breytinga sé þörf á landbúnaðarkerfinu til að hagur neytenda sé tryggður. Fréttablaðið/Valli „Við teljum þetta fyrirkomulag sem við búum við í dag á úthlutun tollkvóta alveg fráleitt,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn eftir ákveðnum hlutum svína, svo sem grísahryggjum og svínasíðum. Þar af leiðandi þurfti í fyrra að flytja inn um 440 tonn af svínakjöti til landsins, en þrátt fyrir skort á þessu kjöti greiða innflytjendur háa tolla af þessum vörum. Sama saga hefur verið sögð í Fréttablaðinu á undanförnum mánuðum af öðrum landbúnaðarvörum þar sem staðfestur skortur er fyrir hendi. Nú þegar er skortur á nautgripakjöti þannig að fyrirsjáanlegt er að innlendir framleiðendur muni ekki ná að bregðast við eftirspurn. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) óskuðu eftir því við landbúnaðarráðuneytið að tollar á nautakjöti yrðu felldir niður án tafar. Erindið hefur ekki enn verið afgreitt.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.„Það sem okkur finnst ankannalegt í þessu er hvernig stjórnvöld geta réttlætt það að halda uppi vernd fyrir framleiðslu sem ekki getur annað eftirspurn. Ekkert bendir til þess að íslenskir framleiðendur muni gera það á næstunni, bændur fá fullt verð fyrir alla þá mjólk sem þeir framleiða og þar af leiðandi er meiri hvati til að framleiða mjólk en nautakjöt. Þetta ætti að vera hvati fyrir stjórnvöld til að lækka verulega eða afnema tolla af nautakjötinu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Greint var frá því í desember í fyrra að skortur væri á íslensku smjöri og því var Mjólkursamsölunni leyft að flytja inn írskt smjör. Andrés gagnrýnir muninn á viðbragðstíma stjórnvalda eftir því hvaðan erindin koma. „Viðbragðsleysi stjórnvalda gagnvart erindi okkar er mjög athyglisvert og þegar það er borið saman við beiðni Mjólkursamsölunnar vegna yfirvofandi skorts á smjöri. Þar var brugðist við strax.“ Andrés segir að hið sama eigi við um kjúkling, en salmonellusýking komi reglulega upp í íslenskum kjúklingabúum. „Þá verður skortur. Það gerist ekki síst svona síðsumars og tekst aldrei að fylla með eðlilegum hætti upp í það tómarúm sem myndast.“ Innflytjendur greiði samt sem áður tolla af innfluttum kjúklingi, þrátt fyrir að ekki sé hægt að anna eftirspurn.Finnur Árnason forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir framleiðendur halda uppi verði og kaupa sig frá samkeppni. „Að mínu mati þarf að lækka þessa tolla þannig að það myndist meira verðaðhald á innanlandsmarkaði. Við erum að horfa upp á það til dæmis í nautakjötinu að frá því í ágúst hefur verð hækkað um rúm 20 prósent á meðan verðbólga er innan við þrjú prósent. Það er skortur á nautakjöti sem veldur þessu, framleiðendur eru að hækka verð langt umfram það sem eðlilegt er. Þeir geta leyft sér að hækka verð á almennri neysluvöru, nauðsynjavöru um yfir tuttugu prósent. Það er óeðlilegt að mínu mati,“ segir hann. Finnur segir að ekki sé hægt að flytja inn nautakjöt til að mæta þessum skorti nema á ofurtollum, verðið hækki, þar af leiðandi neysluvísitalan í kjölfarið og síðan lán heimilanna. „Kerfið er úr sér gengið og stjórnvöld verða að bregðast við með því að lækka þessa ofurtolla. Þá eru menn ekki í þeirri aðstöðu að misnota kerfið til að hækka verðið langt umfram það sem eðlilegt er.“Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes bendir á að fyrirkomulagið við úthlutun tollkvótanna bitni á neytendum. „Menn bjóða í kvótann, sá sem býður hæst fær úthlutun. Að sjálfsögðu felst í þessu kostnaður sem innflytjandinn þarf að borga og hann leggur það ofan á vöruverð. Þarna er verið að draga úr ávinningi sem neytendur ella hefðu haft af þessum innflutningi.“ Fréttablaðið hefur ítrekað á undanförnum mánuðum, við vinnslu frétta af tollum á landbúnaðarvörum og áhrifum þeirra á neytendur, reynt að ná í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sem fer með neytendamál í ríkisstjórninni, án árangurs. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Við teljum þetta fyrirkomulag sem við búum við í dag á úthlutun tollkvóta alveg fráleitt,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn eftir ákveðnum hlutum svína, svo sem grísahryggjum og svínasíðum. Þar af leiðandi þurfti í fyrra að flytja inn um 440 tonn af svínakjöti til landsins, en þrátt fyrir skort á þessu kjöti greiða innflytjendur háa tolla af þessum vörum. Sama saga hefur verið sögð í Fréttablaðinu á undanförnum mánuðum af öðrum landbúnaðarvörum þar sem staðfestur skortur er fyrir hendi. Nú þegar er skortur á nautgripakjöti þannig að fyrirsjáanlegt er að innlendir framleiðendur muni ekki ná að bregðast við eftirspurn. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) óskuðu eftir því við landbúnaðarráðuneytið að tollar á nautakjöti yrðu felldir niður án tafar. Erindið hefur ekki enn verið afgreitt.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.„Það sem okkur finnst ankannalegt í þessu er hvernig stjórnvöld geta réttlætt það að halda uppi vernd fyrir framleiðslu sem ekki getur annað eftirspurn. Ekkert bendir til þess að íslenskir framleiðendur muni gera það á næstunni, bændur fá fullt verð fyrir alla þá mjólk sem þeir framleiða og þar af leiðandi er meiri hvati til að framleiða mjólk en nautakjöt. Þetta ætti að vera hvati fyrir stjórnvöld til að lækka verulega eða afnema tolla af nautakjötinu,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Greint var frá því í desember í fyrra að skortur væri á íslensku smjöri og því var Mjólkursamsölunni leyft að flytja inn írskt smjör. Andrés gagnrýnir muninn á viðbragðstíma stjórnvalda eftir því hvaðan erindin koma. „Viðbragðsleysi stjórnvalda gagnvart erindi okkar er mjög athyglisvert og þegar það er borið saman við beiðni Mjólkursamsölunnar vegna yfirvofandi skorts á smjöri. Þar var brugðist við strax.“ Andrés segir að hið sama eigi við um kjúkling, en salmonellusýking komi reglulega upp í íslenskum kjúklingabúum. „Þá verður skortur. Það gerist ekki síst svona síðsumars og tekst aldrei að fylla með eðlilegum hætti upp í það tómarúm sem myndast.“ Innflytjendur greiði samt sem áður tolla af innfluttum kjúklingi, þrátt fyrir að ekki sé hægt að anna eftirspurn.Finnur Árnason forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir framleiðendur halda uppi verði og kaupa sig frá samkeppni. „Að mínu mati þarf að lækka þessa tolla þannig að það myndist meira verðaðhald á innanlandsmarkaði. Við erum að horfa upp á það til dæmis í nautakjötinu að frá því í ágúst hefur verð hækkað um rúm 20 prósent á meðan verðbólga er innan við þrjú prósent. Það er skortur á nautakjöti sem veldur þessu, framleiðendur eru að hækka verð langt umfram það sem eðlilegt er. Þeir geta leyft sér að hækka verð á almennri neysluvöru, nauðsynjavöru um yfir tuttugu prósent. Það er óeðlilegt að mínu mati,“ segir hann. Finnur segir að ekki sé hægt að flytja inn nautakjöt til að mæta þessum skorti nema á ofurtollum, verðið hækki, þar af leiðandi neysluvísitalan í kjölfarið og síðan lán heimilanna. „Kerfið er úr sér gengið og stjórnvöld verða að bregðast við með því að lækka þessa ofurtolla. Þá eru menn ekki í þeirri aðstöðu að misnota kerfið til að hækka verðið langt umfram það sem eðlilegt er.“Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes bendir á að fyrirkomulagið við úthlutun tollkvótanna bitni á neytendum. „Menn bjóða í kvótann, sá sem býður hæst fær úthlutun. Að sjálfsögðu felst í þessu kostnaður sem innflytjandinn þarf að borga og hann leggur það ofan á vöruverð. Þarna er verið að draga úr ávinningi sem neytendur ella hefðu haft af þessum innflutningi.“ Fréttablaðið hefur ítrekað á undanförnum mánuðum, við vinnslu frétta af tollum á landbúnaðarvörum og áhrifum þeirra á neytendur, reynt að ná í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sem fer með neytendamál í ríkisstjórninni, án árangurs.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira