Borgaralegt frjálslyndi og alþýðlegt íhald Þórarinn Hjartarson skrifar 25. júní 2014 06:45 Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál. ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans. Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf. Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur. Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.Spyrja ekki um stéttarhagsmuni Það gerir þessum flokkum auðveldara en ella að standa saman, að þeir hafa allir gengist inn á hagstjórnarprinsipp klassískrar frjálshyggju. Enginn þeirra spyr lengur um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál, allir horfa frá sjónarhóli „atvinnuveganna“. Skipting stjórnmála eftir ásnum hægri vinstri leysist upp og hverfur. Á Íslandi líka. Samfylkingin hefur gengið braut markaðshyggju frá byrjun og VG komst inn á hana með hjálp AGS. Á meðan þeir bölva nýfrjálshyggjunni gleypa þeir kjarna hennar án þess að flökra við né ropa. Aðferðir klassískrar frjálshyggju eru sjálfur grunnurinn undir ESB, reglurnar um hinn frjálsa sameiginlega markað: frjálst flæði vöru, fjármagns, vinnuafls og þjónustu milli landa, hnattvæðingarreglur auðhringanna sem Brusselskrifræðið sér um að fylgja eftir. Gagnrýni íhaldssamra ESB-andstæðinga í Evrópuþingkosningum beinist einmitt mjög að „fjórfrelsinu“. Þeir gagnrýna það að afgerandi svið eins og stefnan í innflytjendamálum skuli dregin undan valdi þjóðþinga. Frjálst flæði vinnuafls er þó bara ein hliðin, gagnrýnin gildir um vaxandi alhliða vald markaðsafla á kostnað kjörinna þjóðþinga og fullveldis. Slík gagnrýni hefur hingað til frekar komið frá vinstri væng, en kemur nú af vaxandi styrk frá hægri. Á meðan almenningur sér reyndar að andstaða æ fleiri vinstri flokka við frjálshyggjuna er í orði en ekki alvöru.Straumurinn fylgir ekki stórauðvaldinu Hinn hægrisinnaði straumur ESB-andstæðinga inniheldur örugglega ýmislegt gruggugt, allt yfir í hægri öfgar. En fráleitt er að afgreiða hann allan sem rasisma og öfgahægri. Fylkingin er miklu breiðari en svo, spannar til dæmis í Frakklandi og Englandi yfir fjórðung kjósenda. Svo mikið er víst að þessi straumur fylgir ekki stórauðvaldinu. Stórauðvald ESB stendur auðvitað á bak við hið frjálsa flæði sem þurrkar út landamæri álfunnar. Ekki síður stendur stórauðvaldið á bak við fjölmenningarstefnuna. Draumur þess er einmitt sundurleitur vinnumarkaður sundraðs farandverkalýðs. Þar sem einn hópur launafólks skilur ekki mál annars minnkar samstaðan.„Alþýðlegt íhald“ Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við „alþýðlegt íhald“ en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því „andlýðræðislega skrímsli“ eins og Marine Le Pen kallar það réttilega. Svo gerist það að framið er valdarán í Úkraínu, sem kemur fasistum og nasistum í ríkisstjórn í fyrsta sinn í Evrópu frá 1945. Þeir myrða pólitíska andstæðinga sína undir kjörorðum sem sótt eru til nasistatímans í landinu. Valdaránið var stutt og beinlínis drifið áfram af Bandaríkjunum og ESB sem eru staðráðin í að keyra Úkraínu inn í NATO þótt það kosti borgarastríð og klofning landsins. Í framhaldinu er nýtt járntjald reist „í varnarskyni“ á landamærum Rússlands og mikil stríðsógn kölluð yfir Evrópu. Þetta er prófsteinn á lýðræðis- og mannréttindaástina. En frjálslyndir og krataflokkar Evrópu fylkja sér sem einn á bak við valdaránið og stefnu Bandaríkjanna og ESB. Marine Le Pen snýst hins vegar ákveðið gegn hinni herskáu stefnu Vesturveldanna og segir hiklaust að þjónkun ESB við Bandaríkin hafi leitt til Úkraínudeilunnar. Hvað um Ísland? Í vetur sýndi Gunnar Bragi Sveinsson vissa tilburði til sjálfstæðis í Úkraínudeilunni og gagnrýndi Evrópusambandið en síðan tók hentistefna Framsóknar sig upp og hann hefur kosið að ganga í takt við Vesturveldin. Hvað segja vinstri flokkarnir? Ekki eitt einasta orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál. ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans. Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf. Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur. Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.Spyrja ekki um stéttarhagsmuni Það gerir þessum flokkum auðveldara en ella að standa saman, að þeir hafa allir gengist inn á hagstjórnarprinsipp klassískrar frjálshyggju. Enginn þeirra spyr lengur um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál, allir horfa frá sjónarhóli „atvinnuveganna“. Skipting stjórnmála eftir ásnum hægri vinstri leysist upp og hverfur. Á Íslandi líka. Samfylkingin hefur gengið braut markaðshyggju frá byrjun og VG komst inn á hana með hjálp AGS. Á meðan þeir bölva nýfrjálshyggjunni gleypa þeir kjarna hennar án þess að flökra við né ropa. Aðferðir klassískrar frjálshyggju eru sjálfur grunnurinn undir ESB, reglurnar um hinn frjálsa sameiginlega markað: frjálst flæði vöru, fjármagns, vinnuafls og þjónustu milli landa, hnattvæðingarreglur auðhringanna sem Brusselskrifræðið sér um að fylgja eftir. Gagnrýni íhaldssamra ESB-andstæðinga í Evrópuþingkosningum beinist einmitt mjög að „fjórfrelsinu“. Þeir gagnrýna það að afgerandi svið eins og stefnan í innflytjendamálum skuli dregin undan valdi þjóðþinga. Frjálst flæði vinnuafls er þó bara ein hliðin, gagnrýnin gildir um vaxandi alhliða vald markaðsafla á kostnað kjörinna þjóðþinga og fullveldis. Slík gagnrýni hefur hingað til frekar komið frá vinstri væng, en kemur nú af vaxandi styrk frá hægri. Á meðan almenningur sér reyndar að andstaða æ fleiri vinstri flokka við frjálshyggjuna er í orði en ekki alvöru.Straumurinn fylgir ekki stórauðvaldinu Hinn hægrisinnaði straumur ESB-andstæðinga inniheldur örugglega ýmislegt gruggugt, allt yfir í hægri öfgar. En fráleitt er að afgreiða hann allan sem rasisma og öfgahægri. Fylkingin er miklu breiðari en svo, spannar til dæmis í Frakklandi og Englandi yfir fjórðung kjósenda. Svo mikið er víst að þessi straumur fylgir ekki stórauðvaldinu. Stórauðvald ESB stendur auðvitað á bak við hið frjálsa flæði sem þurrkar út landamæri álfunnar. Ekki síður stendur stórauðvaldið á bak við fjölmenningarstefnuna. Draumur þess er einmitt sundurleitur vinnumarkaður sundraðs farandverkalýðs. Þar sem einn hópur launafólks skilur ekki mál annars minnkar samstaðan.„Alþýðlegt íhald“ Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við „alþýðlegt íhald“ en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því „andlýðræðislega skrímsli“ eins og Marine Le Pen kallar það réttilega. Svo gerist það að framið er valdarán í Úkraínu, sem kemur fasistum og nasistum í ríkisstjórn í fyrsta sinn í Evrópu frá 1945. Þeir myrða pólitíska andstæðinga sína undir kjörorðum sem sótt eru til nasistatímans í landinu. Valdaránið var stutt og beinlínis drifið áfram af Bandaríkjunum og ESB sem eru staðráðin í að keyra Úkraínu inn í NATO þótt það kosti borgarastríð og klofning landsins. Í framhaldinu er nýtt járntjald reist „í varnarskyni“ á landamærum Rússlands og mikil stríðsógn kölluð yfir Evrópu. Þetta er prófsteinn á lýðræðis- og mannréttindaástina. En frjálslyndir og krataflokkar Evrópu fylkja sér sem einn á bak við valdaránið og stefnu Bandaríkjanna og ESB. Marine Le Pen snýst hins vegar ákveðið gegn hinni herskáu stefnu Vesturveldanna og segir hiklaust að þjónkun ESB við Bandaríkin hafi leitt til Úkraínudeilunnar. Hvað um Ísland? Í vetur sýndi Gunnar Bragi Sveinsson vissa tilburði til sjálfstæðis í Úkraínudeilunni og gagnrýndi Evrópusambandið en síðan tók hentistefna Framsóknar sig upp og hann hefur kosið að ganga í takt við Vesturveldin. Hvað segja vinstri flokkarnir? Ekki eitt einasta orð.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun