Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar