Hefur ríkið efni á því að semja ekki við lækna? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Allar stéttir samfélagsins eru mikilvægar og það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að fullyrða hver sé mikilvægari en önnur. Ég tel hins vegar að færa megi rök fyrir því að læknar séu ein dýrmætasta stétt hvers samfélags. Fyrir því liggja einkum tvær ástæður. Sú fyrri er að læknar eru almennt fáir, t.d. eru læknar á Íslandi um helmingi færri en íbúar Húsavíkur. Hin ástæðan er að það tekur a.m.k. 16 ár að búa til einn sérfræðilækni sem er umtalsvert lengra en flestar aðrar stéttir. Þannig að það bæði munar virkilega um hvern einasta lækni og tekur mörg ár að bæta fyrir hvern sem hverfur. Þó skynjar maður það ekki að fjármálaráðherra telji lækna yfir höfuð nokkuð sem vert er að halda í eða laða heim. Ég vil ekki trúa því að hans mat sé „Þeir geta þá bara farið“ en þögn hans er ærandi nú þegar læknar sjá þann kost einan að fara í verkfall. Baráttan snýst þó ekki um það hvort læknar fari. Baráttan snýst eiginlega ekki heldur um hvort útborguð laun nýútskrifaðs læknis verði áfram 260.000 eða hækki eitthvað. Baráttan snýst um að íslenska heilbrigðiskerfið er undirmannað af læknum. Baráttan snýst um að verja þá lækna sem eftir eru fyrir ómanneskjulegu álagi á allt of þungum eða allt of löngum vinnulotum. Baráttan snýst um að til auðnar horfir í heilu sérgreinunum; krabbameinslækningum, brjóstaskurðlækningum og sjálfri undirstöðunni, heimilislækningum. Heilbrigðiskerfið er komið að hættumörkum og fer yfir þau í náinni framtíð – ef ekki nú þegar. Þetta er því annað og meira en hefðbundin kjarabarátta. Þetta er nauðvörn fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins og læknisfræði á Íslandi. Yfir til þín, Bjarni! Nú hefur alþjóð fengið að vita að fjármálaráðherra sé hraustur maður. Eins gott, því nú þarf að taka hraustlega á því. Ég vil því senda honum brýningu í bundnu máli:„Þið kerfinu teflduð á tæpasta vaðsvo tvísýnt er hvort það við hjarni.Viljirðu bjarga því verðurðu aðvið okkur semja, Bjarni“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Allar stéttir samfélagsins eru mikilvægar og það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að fullyrða hver sé mikilvægari en önnur. Ég tel hins vegar að færa megi rök fyrir því að læknar séu ein dýrmætasta stétt hvers samfélags. Fyrir því liggja einkum tvær ástæður. Sú fyrri er að læknar eru almennt fáir, t.d. eru læknar á Íslandi um helmingi færri en íbúar Húsavíkur. Hin ástæðan er að það tekur a.m.k. 16 ár að búa til einn sérfræðilækni sem er umtalsvert lengra en flestar aðrar stéttir. Þannig að það bæði munar virkilega um hvern einasta lækni og tekur mörg ár að bæta fyrir hvern sem hverfur. Þó skynjar maður það ekki að fjármálaráðherra telji lækna yfir höfuð nokkuð sem vert er að halda í eða laða heim. Ég vil ekki trúa því að hans mat sé „Þeir geta þá bara farið“ en þögn hans er ærandi nú þegar læknar sjá þann kost einan að fara í verkfall. Baráttan snýst þó ekki um það hvort læknar fari. Baráttan snýst eiginlega ekki heldur um hvort útborguð laun nýútskrifaðs læknis verði áfram 260.000 eða hækki eitthvað. Baráttan snýst um að íslenska heilbrigðiskerfið er undirmannað af læknum. Baráttan snýst um að verja þá lækna sem eftir eru fyrir ómanneskjulegu álagi á allt of þungum eða allt of löngum vinnulotum. Baráttan snýst um að til auðnar horfir í heilu sérgreinunum; krabbameinslækningum, brjóstaskurðlækningum og sjálfri undirstöðunni, heimilislækningum. Heilbrigðiskerfið er komið að hættumörkum og fer yfir þau í náinni framtíð – ef ekki nú þegar. Þetta er því annað og meira en hefðbundin kjarabarátta. Þetta er nauðvörn fyrir framtíð heilbrigðiskerfisins og læknisfræði á Íslandi. Yfir til þín, Bjarni! Nú hefur alþjóð fengið að vita að fjármálaráðherra sé hraustur maður. Eins gott, því nú þarf að taka hraustlega á því. Ég vil því senda honum brýningu í bundnu máli:„Þið kerfinu teflduð á tæpasta vaðsvo tvísýnt er hvort það við hjarni.Viljirðu bjarga því verðurðu aðvið okkur semja, Bjarni“
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar