Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, verður frá næstu átta vikurnar að minnsta kosti eftir að hann meiddist á æfingu í vikunni.
Fram kemur á heimasíðu Fram að Stefán Darri hafi farið í myndatöku í gær og þar hafi komið fram að hann hafi brotið ristarbein í fæti.
Þetta eru langt í frá fyrstu meiðslin sem dynja á leikmannahópi Fram en Arnar Snær Magnússon, Elías Bóasson, Ólafur Ægir Ólafsson hafa allir verið frá vegna meiðsla og þá tognaði Gylfi Gylfason stuttlega eftir að hann byrjaði að æfa með liðinu.
Fram er í næstneðsta sæti Olísdeildar karla með fjögur stig eftir átta leiki og mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.
Enn lengist meiðslalisti Fram | Stefán Darri frá
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
