„Ég vil að útvarpsgjaldið mitt renni þangað sem það á að fara samkvæmt lögum: til RÚV“ Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:46 Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar