„Ég vil að útvarpsgjaldið mitt renni þangað sem það á að fara samkvæmt lögum: til RÚV“ Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:46 Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar