Samkeppni á Íslandi Matthías Ingi Árnason skrifar 25. september 2014 21:45 Þessi setning er einhverra hluta vegna svo lítils virði hér á landi. Einokun. fákeppni og samráð virðist hinsvegar eiga sér fastan sess í Íslensku samfélagi. Nýlega var Mjólkursamsalan sektuð fyrir að beita einokunarstöðu sinni til að lama samkeppnisaðilla (reyndar ekki í fyrsta skipti sem þau eru staðin að því að stunda þessa iðju), þau voru staðin að því að ofrukka fyrirtæki sem ekki var tengt þeim og þar með reyna hamla því að fyrirtækið gæti náð fótfestu á markaði sem þau réðu yfir. Mjólkursamsalan er að hluta til í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS, einn stærsti söluaðilli á búfénaði á Íslandi) sem árið 2009 keypti stóran hlut í fyrirtækinu Mjólka ehf, sem á þeim tíma var eini raunverulegi samkeppnisaðillinn við mjólkursamsöluna, þar með var Mjólka ekki lengur samkeppnisaðilli heldur fyrirtæki í eigu sama aðilla og átti samsöluna. Svo voru olíufélögin staðin að því á sínum tíma að í staðin fyrir að standa í heilbrigðri samkeppni þá samræmdust þau um að fylgja ákveðinni verðstefnu sem ekki myndi skaða hagnað fyrirtækjanna. Eins gerðist með tvö stærstu byggingarvörufyrirtækin á Íslandi, það eru til upptökur af símtölum þar sem þau ákváðu í sameiningu að hækka almennt vöruverð og samræmast um hvaða vörur væri heppilegt að setja á tilboð hverju sinni. Síminn og Vodafone (þá Tal) héldust í hendur á sínum tíma hvað verðskrá varðaði, og meðal annars héldu því fram að ekki væri hægt að bjóða upp á frítt erlent niðurhal vegna þess hversu kostnaðarsamt það væri, en svo kom Nova á markað og byrjaði að bjóða upp á frítt niðurhal, þá allt í einu gátu hin tvö fyrirtækin byrjað að bjóða upp á frítt niðurhal (kudos fyrir Nova þar). Flest öll stór markaðsráðandi fyrirtæki á Íslandi virðast eiga það sameiginlegt að halda því fram að verðskrá þeirra byggist á lágmarks álaggningu og að ekki sé svigrúm til að lækka verð, en í þau fáu skipti sem utanaðkomandi samkeppnisaðilli kemur á markað þá er ekkert mál að lækka verð, undirbjóða samkeppnisaðillan og þar með reyna koma í veg fyrir að samkeppnisaðillinn nái að festa rætur. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að skila hagnaði til að geta haldist áfram í rekstri, en að nota markaðsráðandi stöðu sína til að berja niður lítil fyrirtæki bara til þess að koma í veg fyrir samkeppni og geta haldið áfram að blóðmjólka sauðsvartan almúgan til að moka sem mestum aur í vasa eiganda er bara gjörsamlega siðlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Þessi setning er einhverra hluta vegna svo lítils virði hér á landi. Einokun. fákeppni og samráð virðist hinsvegar eiga sér fastan sess í Íslensku samfélagi. Nýlega var Mjólkursamsalan sektuð fyrir að beita einokunarstöðu sinni til að lama samkeppnisaðilla (reyndar ekki í fyrsta skipti sem þau eru staðin að því að stunda þessa iðju), þau voru staðin að því að ofrukka fyrirtæki sem ekki var tengt þeim og þar með reyna hamla því að fyrirtækið gæti náð fótfestu á markaði sem þau réðu yfir. Mjólkursamsalan er að hluta til í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS, einn stærsti söluaðilli á búfénaði á Íslandi) sem árið 2009 keypti stóran hlut í fyrirtækinu Mjólka ehf, sem á þeim tíma var eini raunverulegi samkeppnisaðillinn við mjólkursamsöluna, þar með var Mjólka ekki lengur samkeppnisaðilli heldur fyrirtæki í eigu sama aðilla og átti samsöluna. Svo voru olíufélögin staðin að því á sínum tíma að í staðin fyrir að standa í heilbrigðri samkeppni þá samræmdust þau um að fylgja ákveðinni verðstefnu sem ekki myndi skaða hagnað fyrirtækjanna. Eins gerðist með tvö stærstu byggingarvörufyrirtækin á Íslandi, það eru til upptökur af símtölum þar sem þau ákváðu í sameiningu að hækka almennt vöruverð og samræmast um hvaða vörur væri heppilegt að setja á tilboð hverju sinni. Síminn og Vodafone (þá Tal) héldust í hendur á sínum tíma hvað verðskrá varðaði, og meðal annars héldu því fram að ekki væri hægt að bjóða upp á frítt erlent niðurhal vegna þess hversu kostnaðarsamt það væri, en svo kom Nova á markað og byrjaði að bjóða upp á frítt niðurhal, þá allt í einu gátu hin tvö fyrirtækin byrjað að bjóða upp á frítt niðurhal (kudos fyrir Nova þar). Flest öll stór markaðsráðandi fyrirtæki á Íslandi virðast eiga það sameiginlegt að halda því fram að verðskrá þeirra byggist á lágmarks álaggningu og að ekki sé svigrúm til að lækka verð, en í þau fáu skipti sem utanaðkomandi samkeppnisaðilli kemur á markað þá er ekkert mál að lækka verð, undirbjóða samkeppnisaðillan og þar með reyna koma í veg fyrir að samkeppnisaðillinn nái að festa rætur. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að skila hagnaði til að geta haldist áfram í rekstri, en að nota markaðsráðandi stöðu sína til að berja niður lítil fyrirtæki bara til þess að koma í veg fyrir samkeppni og geta haldið áfram að blóðmjólka sauðsvartan almúgan til að moka sem mestum aur í vasa eiganda er bara gjörsamlega siðlaust.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar