Viðskipti innlent

Óvíst að hagvaxtarspáin breytist

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hjá Silicor í Kanada. Fjögur sólarkísilver eru á teikniborðinu, eitt á Bakka, annað á Grundartanga og tvö í Helguvík.
Hjá Silicor í Kanada. Fjögur sólarkísilver eru á teikniborðinu, eitt á Bakka, annað á Grundartanga og tvö í Helguvík. Mynd/Lloyd Sutton
Ekki hefur verið gert ráð fyrir sólarkísilveri Silicor Materials á Grundartanga í hagvaxtarspám Seðlabanka Íslands.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir þó óvíst að mikið bregði út frá spánni.

Þórarinn G. Pétursson
„Við erum hins vegar með í spánni álverið í Helguvík og þetta gæti gæti þá kannski komið í staðinn þannig að með öðru yrði engin aukning,“ segir Þórarinn.

Seðlabankinn birtir næstu efnahagsspá sína um miðjan ágúst. „Þá verðum við komin með mat miðað við þessar nýju upplýsingar.“

Jón Bjarki Bentsson
Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, bendir á að auk verksmiðju Silicor Materials, séu þrjú önnur verkefni langt komin, kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík, og verksmiðjur Thorsil og United Silicon í Helguvík. 

„Þannig að horfur á iðnaðarfjárfestingu í stóriðjuframkvæmdum eru svona í bjartara lagi miðað við það sem við vorum að búast við fyrr á árinu,“ segir Jón Bjarki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×