Áskorun til kjúklingabænda Elín Hirst skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti ég áhyggjum mínum á Alþingi vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið í samfélaginu um meðferð á dýrum hér á landi, þá aðallega kjúklingum í tengslum við svokallaðan verksmiðjubúskap. Ég hef hlustað á það sem sagt hefur verið og skrifað af hálfu þeirra sem starfað hafa á slíkum búum og gert sérstakar athuganir á framkvæmd íslenskra dýraverndarlaga. Þær frásagnir vekja mér ugg í brjósti. Ekki vil ég setja alla kjúklinga- eða svínabændur sem stunda svokallaðan verksmiðjubúskap undir sama hatt, en ég bið þá um að fara ekki fram úr sér á kostnað velferðar dýranna. Ég held að enginn neytandi vilji vera aðili að viðskiptum þar sem illa er farið með dýr til að ná niður verði eða auka hagkvæmni framleiðslunnar. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravor og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn skal tryggt að dýr séu haldin í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra. Umhverfi þeirra skal vera þannig að þau geti athafnað sig, hreyft sig, hvílst, notið útivistar, beitar eða viðhaft annað atferli sem þeim er eðlilegt. Frásagnir af því hvernig dýrum er slátrað til matvælaframleiðslu og þeim haldið lokuðum inni í miklum þrengslum vekja áleitnar spurningar um hvort farið sé að lögum um velferð dýra hér á landi. Einnig hef ég heyrt í fjölmiðlum frásagnir af því að í þau sé sparkað, þeim hent í veggi og jafnvel beinbrotin á leið til slátrunar. Ekki verður annað sagt en að slíkt framferði beri vott um hreina mannvonsku. Ég bið alla þá sem hafa ábyrgð á dýrahaldi með höndum, þá sérstaklega kjúklingabændur í ljósi umræðunnar, að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hvernig gætt er að velferð dýranna á búum þeirra. Má í þessu samhengi minna á þau orð að framkoma okkar við hinn minnsta bróður segir til um hver við erum sjálf.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun