Graco endurkallar 3,8 milljón barnastóla Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 00:00 Barnabílstóll frá Graco. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum. Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent
Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum.
Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent