PISA: Gagnlegar upplýsingar en ekki endanlegur dómur um gæði Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 1. júlí 2014 00:01 Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun