PISA: Gagnlegar upplýsingar en ekki endanlegur dómur um gæði Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 1. júlí 2014 00:01 Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur birt niðurstöður PISA 2012 úr skólum eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði það skylt. Niðurstöður úr PISA og öðrum alþjóðlegum rannsóknum geta átt þátt í því að beina athygli okkar að sterkum hliðum íslensks skólakerfis og að ýmsum vanda. Þær geta verið tilefni til að spyrja vel ígrundaðra spurninga um hvernig við getum gert góðan grunnskóla enn betri. En PISA hefur margar takmarkanir. PISA er fyrst og fremst stöðumynd af hæfni 15 ára nemenda í einu landi til að svara tilteknum spurningum samanborið við nemendur í öðrum löndum og þetta gert á þriggja ára fresti. PISA gefur ekki svör við ástæðum munar á löndum á þeim sviðum sem mælingin tekur til. PISA tekur ekki tillit til markmiða skólastarfs í einstökum löndum og landshlutum. PISA mælir ekki hvort starf grunnskóla sé í samræmi við markmið grunnskólalaga og markmiða um hlutverk grunnskólans. Í niðurstöðum úr einstökum skólum kemur fram ólík þátttaka og felst mikil óvissa í því að nota niðurstöðurnar um hvern og einn. Félagslegt umhverfi skóla er mismunandi og bakgrunnur nemenda. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er samt sem betur fer með allra mesta móti af öllum 65 þátttökulöndunum en á hinn bóginn er getustig nemenda í einstökum skólum hér á landi eitt það fjölbreytilegasta samanborið við hin löndin. Allir vita að skólar hafa aldrei haft raunverulega stöðu til að starfa samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar og hefur niðurskurður undanfarinna ára á fjármunum til skólastarfs ekki gert hlutina auðveldari. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því hvernig PISA niðurstöður eru notaðar. Ef það er gert einhliða og þröngt og til dæmis bara einblínt á hvar lönd og skólar raðast á listann þá missum við sjónar af almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans. Í sumum löndum hefur slök útkoma í PISA verið misnotuð pólitískt til að færa rök fyrir aðgerðum í menntamálum sem rannsóknarniðurstöður fjalla ekkert um. PISA gefur gefið okkur gagnlegar upplýsingar en er alls ekki einhver endanlegur dómur um gæði skólastarfsins. Ef við horfum fram hjá almennu þroska- og menntunarhlutverki skólans þegar við leggjum mat á hlutina þá erum við á villigötum. Skólinn er bæði mikilvægur hluti af samfélaginu og samfélagið okkar í smækkaðri mynd. Og við vitum að PISA niðurstöður er heldur ekki hægt að nota sem áreiðanlegar vísbendingar um stöðu einstakra landa í alþjóðlegri markaðssamkeppni þegar hugsað er um gæði skólastarfs og árangur þess. Rannsóknir á menntakerfum landa sýna að nokkur einkenni eru sameiginleg þeim löndum sem OECD telur hafa tekist vel upp í menntamálum sínum: opinber skóli sem er fyrir alla, skólastjórnendur og kennarar njóta trausts og búa við sjálfstæði í starfi, góð kennaralaun, fagmenntun kennara er á mastersstigi háskóla og starfsþróun þeirra er samofin kennarastarfinu, góð samskipti eru milli nemenda og kennara og hátt hlutfall barna er í leikskólum. Margt getum við lært af reynslu þessara landa, eflum opinbera menntakerfið og tölum það ekki niður.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun