Verðmætasta eignin Guðmundur Gunnarsson skrifar 30. maí 2014 07:00 Sighvatur Björgvinsson er einn af þeim pistlahöfundum sem ég les, svo sem ekki alltaf sammála honum en það skiptir engu. Sjónarmið hans eru rökstudd með þeim hætti að það er vel þessi virði að skoða þau öll. Í Fréttablaðinu 28.05.14 fjallar hann um áunninn lífeyrissparnað heimilanna. Ég er sammála nánast öllu sem Sighvatur segir í þessum pistli, en lokamálsgreinin er einfaldlega ekki rétt. Sá sparnaður sem íslensk heimili eiga inni í lífeyrissjóðunum hefur á undanförnum árum orðið í mörgum tilfellum stærsta eign heimilanna, eða um 25 millj. kr. að meðaltali. Það sérstaka við þessa eign er að hún er ekki aðfararhæf. Eftir ófarir í efnahagsmálum, eins og t.d. Hrunið, þá hefur hún oft verið eina eignin sem eftir stendur. Þessi mikla inneign heimilanna hefur verið mörgum stjórnmálamönnum mikil freisting. Mýmargar tillögur hafa komið frá þeim um að þeir fái heimild til þess að taka út hluta af sparifé heimilanna og ráðstafa því í margs konar gæluverkefni. Auk þess hafa sjálfkjörnir álitsgjafar verið með tillögur um að þar sem svo mikið fjármagn sé inni á þessum sparireikningum skipti það engu þó eitthvað sé tekið af því og nýtt til þess að reisa og reka hjúkrunarheimili. Ríkisstjórninni kom það til hugar árið 2010 að taka 256 milljarða út af lífeyrisreikningum þeirra heimila sem áttu þar inneignir og nýta þær til þess að greiða niður skuldir allra heimila landsins. Líka þeirra sem ekkert áttu inn á lífeyrisreikningum og ekki síður til þeirra sem áttu eignir í ríkistryggðum lífeyrissjóðum. Þannig að takmarkaður fjöldi heimila átti að standa undir uppgreiðslum skulda allra. Þessu var kröftuglega mótmælt af mörgum, þ.ám. verkalýðshreyfingunni, þetta væri brot á stjórnarskrárvarinni eign. Því var snúið upp í af stjórnmálamönnum, og reyndar fleirum, að verkalýðshreyfingin væri á móti því að komið væri til móts við skuldavanda heimila þessa lands. Verkalýðshreyfingin hafði þá þegar lagt fram tillögur um hvernig taka mætti á þessum vanda og hvernig mætti fjármagna þá aðgerð.Óþolandi órétti Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að heimila úttekt af séreignarreikningum heimilanna. Verkalýðshreyfingin sendi þá út ásamt lífeyrissjóðunum margs konar aðvaranir um að þarna væri verið að gera mörgum heimilum óleik. Þingmenn væru með þessu að opna bönkunum greiða leið til þess að krefjast þess að heimili sem væru í erfiðleikum tækju út sinn séreignarsparnað til þess að setja upp í skuldir, að því loknu var viðkomandi heimili síðan keyrt í þrot. Þ.e.a.s séreignarúttektin skipti í raun engu, hún rann milliliðalaust í vasa bankanna. Það hafði alltaf legið fyrir að viðkomandi yrði keyrður í þrot. Ef séreignarsparnaðurinn hefði verið varinn þá væri hann enn í dag verðmæt eign heimilisins til framtíðar. Nú er komin upp sú hugmynd að nýta megi séreignarsparnaðinn til þess að borga inn á húsnæðisskuldir og/eða væntanleg húsnæðiskaup. Skyldusparnaður er og hefur alltaf verið mjög góð leið til þess að skapa ákveðinn grundvöll í hagkerfinu og verkalýðshreyfingin hefur alltaf verið opin fyrir því að skoða þann möguleika. Margir hafa bent á að ef skyldusparnaður heimilanna hefði ekki verið til staðar þegar hrunið skall á hefði hagkerfi Íslands laskast enn meir. Lífeyrissjóðirnir töpuðu einungis fjórðungi eigna sinna á meðan allar aðrar fjármálastofnanir hrundu til grunna. Verkalýðsforystan hefur ásamt lífeyrissjóðunum bent á að í þessari tillögu felist mikið órétti í því að innheimtu- og umsýslukostnaður virðist eiga allur að lenda á þeim sem taka ekki út sinn séreignarsparnað. Með öðrum orðum þeir sem ekki nýta þennan mörguleika, eða geta það ekki, verða fyrir skerðingu á réttindum sínum. Þetta er óþolandi órétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson er einn af þeim pistlahöfundum sem ég les, svo sem ekki alltaf sammála honum en það skiptir engu. Sjónarmið hans eru rökstudd með þeim hætti að það er vel þessi virði að skoða þau öll. Í Fréttablaðinu 28.05.14 fjallar hann um áunninn lífeyrissparnað heimilanna. Ég er sammála nánast öllu sem Sighvatur segir í þessum pistli, en lokamálsgreinin er einfaldlega ekki rétt. Sá sparnaður sem íslensk heimili eiga inni í lífeyrissjóðunum hefur á undanförnum árum orðið í mörgum tilfellum stærsta eign heimilanna, eða um 25 millj. kr. að meðaltali. Það sérstaka við þessa eign er að hún er ekki aðfararhæf. Eftir ófarir í efnahagsmálum, eins og t.d. Hrunið, þá hefur hún oft verið eina eignin sem eftir stendur. Þessi mikla inneign heimilanna hefur verið mörgum stjórnmálamönnum mikil freisting. Mýmargar tillögur hafa komið frá þeim um að þeir fái heimild til þess að taka út hluta af sparifé heimilanna og ráðstafa því í margs konar gæluverkefni. Auk þess hafa sjálfkjörnir álitsgjafar verið með tillögur um að þar sem svo mikið fjármagn sé inni á þessum sparireikningum skipti það engu þó eitthvað sé tekið af því og nýtt til þess að reisa og reka hjúkrunarheimili. Ríkisstjórninni kom það til hugar árið 2010 að taka 256 milljarða út af lífeyrisreikningum þeirra heimila sem áttu þar inneignir og nýta þær til þess að greiða niður skuldir allra heimila landsins. Líka þeirra sem ekkert áttu inn á lífeyrisreikningum og ekki síður til þeirra sem áttu eignir í ríkistryggðum lífeyrissjóðum. Þannig að takmarkaður fjöldi heimila átti að standa undir uppgreiðslum skulda allra. Þessu var kröftuglega mótmælt af mörgum, þ.ám. verkalýðshreyfingunni, þetta væri brot á stjórnarskrárvarinni eign. Því var snúið upp í af stjórnmálamönnum, og reyndar fleirum, að verkalýðshreyfingin væri á móti því að komið væri til móts við skuldavanda heimila þessa lands. Verkalýðshreyfingin hafði þá þegar lagt fram tillögur um hvernig taka mætti á þessum vanda og hvernig mætti fjármagna þá aðgerð.Óþolandi órétti Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að heimila úttekt af séreignarreikningum heimilanna. Verkalýðshreyfingin sendi þá út ásamt lífeyrissjóðunum margs konar aðvaranir um að þarna væri verið að gera mörgum heimilum óleik. Þingmenn væru með þessu að opna bönkunum greiða leið til þess að krefjast þess að heimili sem væru í erfiðleikum tækju út sinn séreignarsparnað til þess að setja upp í skuldir, að því loknu var viðkomandi heimili síðan keyrt í þrot. Þ.e.a.s séreignarúttektin skipti í raun engu, hún rann milliliðalaust í vasa bankanna. Það hafði alltaf legið fyrir að viðkomandi yrði keyrður í þrot. Ef séreignarsparnaðurinn hefði verið varinn þá væri hann enn í dag verðmæt eign heimilisins til framtíðar. Nú er komin upp sú hugmynd að nýta megi séreignarsparnaðinn til þess að borga inn á húsnæðisskuldir og/eða væntanleg húsnæðiskaup. Skyldusparnaður er og hefur alltaf verið mjög góð leið til þess að skapa ákveðinn grundvöll í hagkerfinu og verkalýðshreyfingin hefur alltaf verið opin fyrir því að skoða þann möguleika. Margir hafa bent á að ef skyldusparnaður heimilanna hefði ekki verið til staðar þegar hrunið skall á hefði hagkerfi Íslands laskast enn meir. Lífeyrissjóðirnir töpuðu einungis fjórðungi eigna sinna á meðan allar aðrar fjármálastofnanir hrundu til grunna. Verkalýðsforystan hefur ásamt lífeyrissjóðunum bent á að í þessari tillögu felist mikið órétti í því að innheimtu- og umsýslukostnaður virðist eiga allur að lenda á þeim sem taka ekki út sinn séreignarsparnað. Með öðrum orðum þeir sem ekki nýta þennan mörguleika, eða geta það ekki, verða fyrir skerðingu á réttindum sínum. Þetta er óþolandi órétti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun